17.9.2006 | 12:06
Ég...
...lenti í því um daginn að týna bílnum mínum. Venjulega legg ég honum við Hallgrímskirkju og labba þaðan í vinnuna en stæðin þar eru oft full svo ég verð að leita annað. Þennan morgun þurfti ég að taka langan rúnt um miðbæinn þangað til að ég fann stæði en gat síðan parkerað honum á Njálsgötunni... Þegar ég var síðan búinn að vinna þá mundi ég ekkert hvar ég hafði endað um morguninn... Ekki hjá Hallgrímskirkju, eða kannski... Örugglega ekki á Njálsgötunni, eða kannski... eða fór ég einhvern rúnt í dag og lagði annarsstaðar... nei, það var á öðrum bíl...
Ég vissi s.s. ekkert hvert ég átti að labba eftir vinnu og hélt fyrst að ég væri með Alzheimer á frumstigi. Ákvað svo að labba Njálsgötuna á leið til Hallgrímskirkju og auðvitað fann ég bílinn á endanum á Njálsgötu...
Svona saga ætti að kenna manni eitthvað, en ég veit ekki hvað...
Liverpool vinnur Chelsea á eftir...
Leitaði að bílnum sínum í hálft ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Liverpool tapaði, hehe...
Josiha, 17.9.2006 kl. 14:37
jóhanna það er ekkert hehe.. ertu ekki Liverpool-gella eða?
Fjóla =), 17.9.2006 kl. 15:36
Gummi refsaðu Jóhönnu fyrir þetta skítakomment á viðkvæmum tíma!!!! :-(
mæli td. með að prumpa undir sængina eða e-ð þannig...helst svo lengi þannig og ekki hjá lyktinni komist.
babu.bloggar.is
Babu (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 19:29
Ég skal prumpa rækilega í nótt og halda henni undir sænginni...
GK, 17.9.2006 kl. 20:19
Velkominn í hópinn "30 ára og eldri"
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.9.2006 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.