Það...

londonBaby...gerast einhver stórtíðindi um helgina. Það er yfirleitt þannig þegar ég skrepp til útlanda, eða burt af Suðurlandi. Leiðinlegt fyrir fréttamann eins og mig. Missti t.d. af upphafi síðasta Heklugoss þar sem ég skrapp eina helgi til Danmerkur. Sömuleiðis stórflóðin í kjölfar gossins í Gjálp, þá var ég í Boston. Skrapp til Akureyrar þegar fyrri Suðurlandsskjálftinn kom. Var á Egilstöðum þegar Selfossveitur brunnu til kaldra kola. Svona mætti lengi telja. Ekki það að ég óski neinum ófara...

En verið viðbúin. Ég verð í London um helgina.

*UPPFÆRT* Ætlaði að pósta þessu bloggi í kvöld en geri það bara núna. Um leið og ég var að skrifa uppkastið af þessari færslu þá varð jarðskjálfti upp á 3,6 á Richter 8,6 km VNV af Geysi. Ég fann hann hér á Selfossi. Spúkí? Já, það gerist eitthvað um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hafið það sem allra best í London, ég verð við öllu búin hér á meðan .

Og pyngjunnar vegna, haltu þétt um Jóhönnu og hlauptu hratt um stræti Oxfords..

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.11.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ætlarekki að koma og segja bless við mig? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 15:24

3 Smámynd: Anna Sigga

  Magnað!!!!

  Ég þoli ekki að missa af svona löguðu, skálftum, gosum, flóðum og þess háttar, þ.e.a.s ef að þau valda ekki mannskaða. Mér finnst ég e-n vegin fara á mis við svo sögulegar stundir. Ég verð á Vestfjörðum um helgina þannig að það er eins gott að Hekla fari allavega ekki að gjósa... mér finnst ég svo innilega nátengt Heklu.

 Góð skemmtun í útlöndunum og farið varlega dúllurnar mínar

Anna Sigga, 1.11.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Var þetta ekki bara spenningurinn í þér sem orsakaði þennan hristing??? 

Eða eitthvað annað... hmmm

Have a nice trip to London men.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.11.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Josiha

3,6 er ekki neitt neitt. Það gerist ekkert á meðan við erum í London. Þú ert líka búinn að jinxa því með að segja frá þessu hér á blogginu...

Josiha, 1.11.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Anna Sigga

 JEIII JINX JINX!!

Anna Sigga, 1.11.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ef eitthvað gerist þá skal ég bara sjá um það, góða ferð.

Helga R. Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:22

8 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

góða ferð til Lundúna

Guðmundur Marteinn Hannesson, 1.11.2007 kl. 23:31

9 identicon

Góða ferð og góða skemmtun. Ég verð við öllu viðbúin.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:58

10 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég hef einmitt hugsað mér að dvelja við rætur Ingólfsfjalls um helgina, það væri flott að fá smá aksjón.

Rúnarsdóttir, 2.11.2007 kl. 12:37

11 Smámynd: Rúnarsdóttir

Og viti menn! Rafmagnið fór af Grím&Graf akkúrat þegar bringurnar voru á leið á pönnuna á laugardagskvöldið.

Rúnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband