Það...

...er kominn vetur. Vetrardagurinn fyrsti á laugardag og bílar hringsnúast um alla vegi. Fórum til Reykjavíkur í dag og tékkuðum á ýmsu innréttingadóti, auk þess að kaupa útskriftargjöf handa Írisi Ellerts (til lukku). Hápunkur ferðarinnar voru síðan innkaup á nýrri Canon EOS 40D myndavél. Vígði gripinn á körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld og féll strax í ást við hana, eins og Leoncie myndi orða það (hvar er hún núna?).

Læt fylgja með sýnishorn af því sem linsan greip í kvöld, ekki síst fyrir Dóra og Heimi sem skemmtu sér vel í stúkunni. Blikar unnu líka leikinn en tryggðu sér samt ekki sigurinn fyrr en rúm mínúta var eftir. Allt annað að sjá Þórsliðið eftir að Haddi mætti til leiks. Nýji útlendingurinn lítur líka mjög vel út og svo er Grétar auðvitað mættur aftur og munar um minna.

runar_haddiHaddi fer framhjá Rúnari Pálmars og sekúndu seinna var knötturinn í körfunni (eða hvað?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju myndavélina! Góð mynd!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

kúl mynd

Guðmundur Marteinn Hannesson, 27.10.2007 kl. 13:46

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Flott mynd Gummi,til hamingju með nýju vélina.Það er alltaf gaman að fara á leiki í Þorlákshöfn og ég var sáttur með úrslitin..En vinir mínir í Þór vinna næsta leik á móti Á/Þ.Haddi,Grétar og nýji útlendingurinn eiga eftir að falla betur inn í liðið þá verða Þórsarar mjög sterkir.

P.S.var ekki tekin mynd af stuðningsliði Breiðabliks .

Kveðja,Dóri.

Heimir og Halldór Jónssynir, 27.10.2007 kl. 13:51

5 Smámynd: Anna Sigga

 Til lukku með vélina!

  Flott mynd, ekki er myndefnið síðra. Gamall bekkjabróðir og vinur, og gamall skólabróðir og vinur.

Anna Sigga, 27.10.2007 kl. 17:10

6 identicon

Til hamingju með vélina  ég á eins og elska mína útaf lífinu

en með Leoncie.... flutti hún ekki eitthvað út???  Seinasta sem ég heyrði var a.m.k að hún sagði að Ísland kynni ekki að meta hana og hún hafi bara yfirgefið okkur

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:08

7 Smámynd: GK

ÁNK: Takk. Takk.

GHS: Þú líka.

GMH: Já.

HGJ: Takk fyrir það... sammála þér með Þórsarana. Engin mynd af stuðningsliði Blika. Merkilegt samt hvað það heyrðist meira í ykkur þremur en öllum Þórsurunum.

ASV: Takk. Takk. Já.

EEM: Takk. Jamm.

AG: Takk. Ég held reyndar að þú eigir 400D. Aðeins annað :) Ég kann að meta Leoncie.

GK, 1.11.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband