Það...

anchorman1...að vera þulur í fréttatíma er örugglega frábært starf. A.m.k. ef eitthvað er að marka söguna af Ron Burgundy, sem er ein besta gamanmynd síðari ára. Þegar kreditlistinn rúllar yfir skjáinn, eftir fréttirnar, sitja þulirnir í stólum sínum og spjalla saman. Edda og Sigmundur Ernir eru sérstaklega góð í þessu. [Vísa einnig í frábært atriði í Anchorman á þessum nótum]. Þess vegna fannst mér átakanlega sorglegt að sjá í lokin á íþróttaþættinum á RÚV í kvöld hvar þáttastjórnandinn sat einn í settinu og talaði við sjálfan sig. Hann er ekki að skilja hvað þetta gengur útá. Ég skellti meira að segja smá uppúr...

...og annað með íþróttadeild RÚV. Það lítur út fyrir að þeir cu búnir að týna restinni af Mótorsportþáttum sumarsins. Ég held að það hafi ekki verið sendur út þáttur í mánuð, og ekki er hann á dagskrá í þessari viku. Döpur frammistaða, en ekki óvænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Djöf.... (fyrirgefðu Helga) að hafa misst af lonernum...

The Anchorman er náttúrulega bara snild...  

 Talandi um svona anchorfólk... http://youtube.com/watch?v=egIPNUI_K4o  (það hafa sennilega allir sem hafa á annað borð áhuga séð þetta)  en Logi og hvað heitir hún? Eva Bergþóra þau eru ekta fréttamenn.. keep a straight face og bara láta á engu bera... mér finnst samt bara gaman að fólk sé bara mannlegt (eða ekki að þykjast vera e-ð annað) og vááá veit hvernig henni líður (deilt með 200.000) ég og Lilja erum oft í þessum fíling í fyrirlestrum í skólanum.... not very þægilegt ..

  ummm bæ 

Anna Sigga, 23.10.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Josiha

Hahahaha fyndið myndband! Það er auðvitað ekki annað hægt en að fara hlæja þegar einhver heitir gúllígúllí something! Hahahahaha

Josiha, 23.10.2007 kl. 11:33

3 identicon

Kvitt.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:55

4 identicon

Íþróttadeildin á Rúv er, því miður, yfirhöfuð sorgleg. En Logi góður að ná, nánast, að halda andlitinu.

baldvin (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Minnir mig á ættingja okkar sem tók myndir í gríð og erg á ættarmóti í Áskirkju á síðustu öld. Hann tók örugglega 2000 myndir en engin var filman...hann væri kallaður í dag "einfaldur".

Æ þetta á samt ekkert skylt við fréttaþul .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.10.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: GK

ASV: Hahh... þetta myndband er algjör snilld.

JSH: Dýrleif kann að segja gúllígúllí.

ÁNK: Les.

BÁ: Já, hún er sorgleg útaf fyrir sig.

GHS: Hver var ættinginn? Móðir okkar?

GK, 24.10.2007 kl. 17:47

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Guðmundur ég trúi ekki að þú haldir þetta í alvöru. Annars liggur við að ég haldi það sjálf, ég man ekkert eftir þessu og maður gleymir svo gjarnan eigin aulaskap.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband