Renndum...

e569a8d67e86f8be...í bæinn í dag og kíktum á sýninguna Hönnun + heimili í Laugardalshöllinni. Þetta var frekar mikil frat sýning og fátt sem gagnaðist okkur þarna. Sá reyndar einn sjónvarpsvegg sem ég hefði áhuga á að skoða betur. Sýningin var að minnsta kosti ekki virði þúsund krónanna sem miðinn kostaði. Hitti reyndar hreinskilinn sölumann frá Smiðshögginu í Keflavík sem tjáði mér að innréttingarnar þeirra væru í dýrari kantinum. Á ég þá ekki að versla þar?

Í miðasölu sýningarinnar stóð "Elli- og öryrkjar 800 kr." Ég er búinn að gúgla orðið "elliyrki" án þess að fá niðurstöðu og útnefni þetta því nýyrði dagsins.

Síðan vann finnska bjúgað heimsmeistaratitilinn í formúlunni. Rækonen er líklega einn mest óspennandi karakterinn í formúluheiminum. Vona svo sannarlega að Sauber og Williams hafi verið með ólöglegt bensín svo Hamilton færist ofar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Slöpp sýning fínt samt að þið sáuð eitthvað sem gæti nýst ykkur, verð nú að segja að aldrei hef ég orðið var við jafn mikið nýyrðaSKRÍPI og þú kemur með hugmynd af í þinni færslu.

Eiríkur Harðarson, 22.10.2007 kl. 01:53

2 Smámynd: Josiha

Þú gleymir að segja hvað þetta var mikið frat hjá Smiðhögginu. Voru með einhverja eina lásí innréttingu til sýnis, bækling sem var bara blað með nafni fyrirtækisins og svo eru þeir ekki einu sinni með heimasíðu sem vit er í! Maður spyr bara hvað þeir voru eiginlega að gera þarna? Kynna hvað? Lélega sölumenn kannski?!?

Mér finnst að hrós dagsins mætti líka vera með í þessu bloggi (maður má ekki bara vera neikvæður, ástin mín ). En hrós dagsins (sýningarinnar) fær Hrafnkell í Sens. Afskaplega hress og viðkunnanlegur maður. Alveg ótrúlega hress!

Josiha, 22.10.2007 kl. 02:12

3 identicon

Kvitt. Ég hef aldrei skilið fólk sem borgar sig inná svona sýningar og hef oft pælt í því af hverju fólk er að fara. En núna veit ég hvaða fólk fer á svona sýningar. Það er svona fólk sem er að byggja hús, eins og þið! Er ég ekki klár?

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 02:26

4 Smámynd: Anna Sigga

  kannski Elliöryrkjar? -bara hugmynd sko, annars hljómar hvorugt vel hvorki elliöryrkjar né elliyrkjar enda held ég að þessi samsetning sé svoldið málfræðilega vitlaus, ætti að vera fornyrkjar eða gamlyrkar, ekki svona sérhljóði-sérhljóði.

  Aaa en eru miklar líkur á þessu bensínsvindli hjá S&W? Spyr bara sem svona fávís formúluvandlætari.

Anna Sigga, 22.10.2007 kl. 09:13

5 identicon

Ég kíkti í orðabókina og fletti upp elliyrkja og sá mynd af þér  Hefðir í raun átt að fá 200kall í afslátt

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:43

6 identicon

Nei Guðmundur, nú hljómar þú eins og tuðandi ellyrki.  "Finska Fljúgandi Bjúgað" er frábær ökumaður og ef mclaren hefðu getað drullast til að halda bílunum sínum í lagi í fyrra og "hitteð" fyrra þá væri bjúgað að landa sínum þriðja titli og hann væri sennilega ennþá að keyra benz, og ég væri ekki í þessari krísu (ég veit ekki hvort ég á að halda með Benz eða ferrari).  

baldvin (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

I feel your pain Baldwin en þetta er í raun sáraeinfalt. Maður heldur ekki með Ferrari. Prinsippmál. 

Rúnarsdóttir, 22.10.2007 kl. 19:04

8 Smámynd: GK

EH: Jamm.

JSH: Já, Hrafnkell var hress.

ÁNK: Reyndu að skilja þetta kona!

ASV: Fornyrkjar hljómar vel. Bensínsvindlið var víst ekkert bensínsvindl. Ohhhh...

AG: Hahaha... helvítin að svindla á mér. (Fyrirgefðu mamma).

BÁ: Ég skynja sársauka þinn Baldvin, en þetta er í raun sáraeinfalt. Maður heldur ekki með Ferrari. Prinsippmál.

ÁR: !!! Ótrúleg tilviljun!!! ;)

GK, 23.10.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband