Fórum...

index.1...í afmæli hjá Júlíu Katrínu í dag. Hún varð fjögurra ára á miðvikudaginn. Veitingarnar voru að hætti systur minnar. Fimm stjörnur þar og svo lágu allir afvelta í sófanum. Ótrúlegt hvað ég át mikið. (Eru öll mín blogg farin að snúast um mat?)

Horfði á Spaugstofuna áðan. Ekki oft sem ég c hana. Greinilegt að þeir félagar sakna Randvers, þeir þurftu a.m.k. allir að leika konu í kvöld.

Það er ekki oft sem ég hlæ upphátt að löggufréttum en þessi gladdi mig. Og ekki er myndskreytingin síðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gummi þú veist nú alveg að matur er man.... ehh allavega er matur þín megin. Síðan er ég sammála að án Randvers er þessi Sp. stofa þunn.

Eiríkur Harðarson, 21.10.2007 kl. 00:56

2 identicon

Er búinn að vera alveg út á túni og var því að lesa tveggja mánaða skammt af blogginu þínu núna áðan.  Var t.d. að frétta það fyrst núna að bíllinn þinn hefði verið í fréttunum.  Ekki alveg með á nótunum en lofa betrun og bót.

Kær kveðja frá Seattle-familíunni 

GÁB (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 02:14

3 identicon

Hehe skondin frétt. Ég er nú reyndar viss um að ef ég færi hérna út í glugga og öskraði myndi enginn kippa sér upp við það, það eru hvort eð er alltaf svo mikil læti hérna í kring... rónarnir á Grand Rokk og svona...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 07:57

4 Smámynd: Anna Sigga

 Jáá, þú segir þetta... þetta hafa verið með skilningsríkari lögreglumönnum. Mér finnst alveg sjálfsagt að skutla fólki út fyrir bæjarmörkin aðeins til að sleppa fram af sér...

..þú verður svo að hætta með þessi sælkerablogg þín, veist ekki hvað þetta er að gera matarfíklinum mér...

Anna Sigga, 21.10.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Anna Sigga

... get svo sem líka bara hætt að lesa... iiii nei

Anna Sigga, 21.10.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Æ já ég fékk alveg ágætis útrás þarna í Heiðmörkinni   gott að þekkja nokkrar löggur.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.10.2007 kl. 11:19

7 Smámynd: Josiha

Æðisleg frétt! Skil konuna vel - stundum þarf maður bara að öskra! En fyndið samt, enginn karlmaður mundi nota þessa aðferð. Hann færi frekar á djammið og mundi berja einhvern til að fá sína útrás. Kannski snýst þetta líka svolítið um það að við konurnar erum svo miklar tilfinningaverur, já og líka í svo miklum betri tengslum við tilfinningar okkar. Hmm þetta er að verða svolítið bleikt komment hjá mér. Must stop now!

Josiha, 21.10.2007 kl. 12:02

8 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Æ takk fyrir hólið, ég legg mig alla fram í að stækka litla bró .

Þetta hefur örugglega verið með skemmtilegustu útköllum hjá löggunni....

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.10.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: GK

EH: Jamm... þeir eru þunnir á köflum.

GÁB: Gaman að sjá þig. Líttu sem oftast við. Bið að heilsa famelíunni og Sam Baldwin.

ÁNK: Prófaðu!

ASV: Já, mér finnst þetta ótrúlega góð þjónusta hjá löggunni. Get ekki hætt að matarblogga.

ASV2: Ekki gera það.

RB: Hahahahaha...

JSH: Jájá, þetta er of bleikt.

GHS: Takk fyrir það. Jamm.

GK, 22.10.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband