Mæli...

...með því að bílaumboðin fari meira út í það að sponsora sjónvarpsþætti. Hér er hugmynd:

octavia

Annars er það helst að frétta að bíllinn fór í alþrif í dag og veitti ekki af. Ég fór upp á stöð með meira af drasli sem ég fann í honum... ekkert bitastætt þó.
Fékk þær fréttir að myndavélin c glötuð. Svona hlutir skipta svo hratt um hendur í undirheimunum að engin leið er að ná í skottið á þeim. Ekki bætir úr skák seinagangur lögreglunnar í Reykjavík. That's life.

Kíkti á Lalla í Kjarval í morgunkaffi, fékk rúllutertu sem er mjög gott að innbyrða þegar maður er í aðhaldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gummi er ekki áskrifandi að stöð 2.

Eiríkur Harðarson, 5.10.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: GK

EH: Átt þú ekki að vera farinn að sofa?

GK, 5.10.2007 kl. 02:13

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Var þetta þá speltrúlluterta?

Rúnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 08:13

4 identicon

Fimmsundtrinus sjálfur.. að missa myndavélina, votta þér samúð mína með þetta allt, það er ömurlegt þegar brotist er inn hjá manni og ég get trúað að það sé ekki skárra að missa bílinn í hendur þessara greyja. knús á fallegu stelpurnar þínar og þig!

Halla (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:19

5 identicon

Ljótt að heyra. Svona nokkuð myndi aldrei gerast í Vesturbænum.  Tryggingafélög eiga eftir að vera með stæla þar sem bíllinn var ólæstur. "Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" á bara alls ekki við.  Besta leiðin er að safna liði og kýla þessa menn í magann - já í magann!

Annars þarf að fara að taka fyrir þessa skóda eign í fjölskyldunni.  Menn gefa sig út fyrir að vera með bíladellu.  Ég hef lengi haldið því fram að maður eigi ekki að eiga bíl sem byrjar á S.

Þetta er í lagi með rúllutertuna. 

Jón Þorkell (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:18

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hvurslags er þetta aðhald eiginlega? Rúllutertan var nú ekki eina tertan sem rataði í þína bumbu í gær.

Hvað söng Laddi? "Í vesturbænum er allt morand'af krimmum og hænum"?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.10.2007 kl. 15:36

7 identicon

Já búinn að hugsa um þetta betur. Gæti þurft að éta þetta með S- bílana ofan í mig. Um það bil helmingslíkur á að maður kaupi sér Saab í Svíaríki.

Laddi er góður, er hann að tala um þingmennina?  

Varðandi "aðhaldið" kíktu hingað

Jón Þorkell (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Guðmundur - mamma þín á sjötugsaldri! synti fjögurhundruð metra í gær og gerði svo magaæfingar og armbeygjur á eftir. Í dg fór hún svo í badminton með strákunum í níunda bekk.  Hlauptu sprett á hverju kvöldi, þarf ekki að vera hratt eða langt í byrjun. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:33

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég veit nú reyndar ekki hvað þessi umræða kemur söluátaki bílaumboða við?

Helga R. Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:34

10 Smámynd: Anna Sigga

Hvenær er EKKI gott að innbyrgða rúllutertu!?! 

Anna Sigga, 5.10.2007 kl. 22:34

11 Smámynd: Rúnarsdóttir

Téð umræða á ávallt við Helga, ellegar værum vér á hraðri leið til glötunar.

Rúnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 10:15

12 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þú verður að hringja í einhverja alvöru menn, það er borin von að löggan geri eitthvað í málunum.

Heimir Eyvindarson, 6.10.2007 kl. 15:15

13 identicon

Blezaður! Samhryggist þér með bílstuldinn og myndavélahvarfið. Fórstu með bílinn í alþrif á Hraunið

Ragna Björk (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 23:04

14 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

haha ég fór nú strax að spá í því sama og Ranga. Það væri náttulega eina vitið að senda hann á Litla Hraun í þrif 

Einar Matthías Kristjánsson, 7.10.2007 kl. 13:01

15 identicon

Kvittikvitt...

Ninna (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:27

16 Smámynd: Berglind

Hvað varð um betri helminginn þinn????

KV BH

Berglind , 7.10.2007 kl. 22:31

17 identicon

Sæll Guðmundur...

leiðindamál þetta með bílstuldinn - sérstaklega með missinn af myndavélinni :-(

hí hí...finnst góð hugmynd með bílaauglýsinguna...

...og svo langaði mig ÓGEÐSLEGA mikið í rúllutertu þegar ég las síðustu línur færslunnar!!! En það er víst lítið um rúllutertur hér í Víetnam! Enn þeim mun meira úrval af öllu mögulegu öðru - misgóðu!

Kv. frá herra og frú Bragason sem eru á leiðinni út að fá sér eitthvað í svanginn - kannski að við finnum kjötsúpuna góðu sem þú varst að tala um...hvur veit ;-)

Hildur (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:39

18 identicon

hahah já þeir hefðu nú átt að splæsa á þig alþrifi þarna á hrauninu í staðin fyrir lánið á bílnum!!! dónar

en auglýsingin er góð  getur reynt að selja þeim hana

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:21

19 Smámynd: GK

Allt of langt síðan ég hef lagt leið mína hingað.

ÁR: Spelt, smelt... þó ekki smellt spelt.

GHJ: Er keppt í fimmsundi? Takk fyrir samúðina. Skila knúsinu.

JÞE: "Ef þú ert tryggður, þá færðu það bætt" er frábær frasi. "Ef það er smátt letur, þá fær það þig grætt" á frekar við í tryggingaviðskiptum.
Var að spá í þessari Skóda eign. Þeir sem eru ekki á Skóda eru á Toyota Rav. Á hverju ert þú? Ég á reyndar tvo aðra bíla þannig að ég stend alveg við bíladelluna.
Ég hafði svosem ekki áhyggjur af rúllutertunni.

GHS: Aðhaldið er aðallega út með gos - inn með vatn. Nei, svo fékk ég líka rosalega afmælistertu.
Man ekki hvað Laddi söng. Voru það ekki "dúfur og hænur"?

JÞE2: Fáðu þér frekar Volvo 744 eins og gamli. Laddi er alltaf góður. Takk fyrir linkinn.

HRE: Ég þarf ekkert að hlaupa. Frekar syndi ég 425 m.

HRE2: Nei, þetta er svona smá djók.

ASV: Í baði.

ÁR2: Sammála.

HE: Hahaha... ég hef mín sambönd.

RBR: Tackz! Nei, gaurarnir eru í einangrun þannig að þrifin hefðu ekki lent á þeim.

EMK: Jamm... haha... Ranga? Á þetta eð vera Rangá?

ÁNK: Móttekimót...

BH: Hún er í baði í augnablikinu.

HG: Jamm, þetta er leiðinlegt. Það var mikið að einhver hló að bílaauglýsingunni minni. Tékkiði endilega á kindakjötsnúðlusúpunni í Nam. Gaman að sjá þig hér, bið að heilsa Adda.

AG: Já, ég fattaði það ekki. Ég held að ég láti þá borga þetta samt.
Og önnur sem hlær. Svona á kvenfólk að vera.

GK, 15.10.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband