Ég...

...er frekar lélegur í að blogga á mánudögum og þriðjudögum vegna vinnu. Einhverra hluta vegna halda margir það að ef maður vinni við tölvu þá geti maður bara hangið á netinu allan daginn. Ég er einhvernveginn þannig innstilltur að þegar ég er að vinna, þá er ég að vinna. Kannski er ég bara skrýtinn.

Fór með bílinn í þjónustuskoðun og smurningu í dag. Kostaði sitt. Hefði líklega getað farið hálfa leiðina á Anfield fyrir peninginn. Vorkenndi reyndar Eyþóri Jóns (sem skveraði bílinn fyrir mig) því jómfrúrferðin hans á Anfield var um síðustu helgi á lélegan 0-0 leik gegn Birmingham.

Skrapp niður í Þorlákshöfn áðan til að mynda Humarvinnsluna. Hitti bara á einhverja Pólverja og þeir voru bara frekar hressir þó að það væri búið að segja þeim upp. Íslendingarnir voru ekki eins kátir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef komið til Liverpool, en sá engan fótbolta og varð ekki fyrir vonbrigðu. Þar verður gaman að koma eftir tíu ár, það er verið að endurbyggja borgina eins og hún leggur sig. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Josiha

Aumingja Eyþór kallinn

Josiha, 27.9.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég gleymdi að vekja athygli á að ég veit hvar Anfield er, þess vegna nefndi ég Lifrapoll.  En veistu annars hvað "Liver" er Guðmundur? Ég held það sé einhver fugl. Alla vega er stytta af fugli á turni hússins sem heitir Liver - byggingin og nafnið á borginni er eitthvað tengd því. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Uppsögn í humri er pólverjum kær,

kannski í ruslinu lenda,

en íslendingarnir naga tær,

og Hjörleifi puttann senda....daaa

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.9.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þér kæri DULLARI ætti að verða ljóst eftir að hafa borgað þjónustuskoðunina, að það sem þú hafðir inni í haus þinnar síðu á undan þessu "lúkki" þýddi einmitt "Gvendi blöskrar þjónustuskoðunarreikningurinn."

Eiríkur Harðarson, 27.9.2007 kl. 23:49

6 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

Helga - Liverbird er tákn Liverpool borgar og er þessi fiðurfénaður t.d. að finna í merki Liverpool liðsins http://www.liverpoolkits.com/liverbird.jpg

Ég var einhverntíma að spá í þessu og fann þetta um þennan dularfulla fugl 

Frekari vitneskju um Liverbird er svo alveg örugglega að finna hjá Erlingi Brynjólfs sögukennara!!!

p.s. og Gummi þó það tengist ekkert endilega tölvum þá ertu jú vissulega skrítinn ;) 

Einar Matthías Kristjánsson, 28.9.2007 kl. 00:50

7 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

LINKurinn klikkaði einhvað http://en.wikipedia.org/wiki/Liver_bird

Einar Matthías Kristjánsson, 28.9.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

  Babu, þetta grunaði mig, en mig langar frekar að vita hverskonar fugl þetta er, þekkjum við hann undir íslensku nafni? kv.  

Helga R. Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:51

9 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Liverbird er örugglega útdauð tegund.

Sýnist þetta vera eins konar dreki...annars er þetta í 1. skipti sem ég pæli í þessu kvikindi.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2007 kl. 17:12

10 Smámynd: GK

HRE: Jamm, ég hef komið þangað þrisvar en aldrei skoðað borgina.

JSH: Vorkenni honum nú ekki mikið að vera annað borð á Anfield.

HRE: Liver er ábyggilega lifur. Liverbird er Lifrarfuglinn, fugl sem notaður var í merki borgarinnar á 14. öld. Líklega er þetta einhverskonar örn, en sú skilgreining en löngu týnd og gleymd. Kannski er þetta geirfugl.

GHS: Þessi er góð.

EH: Mér blöskrar nú ýmislegt fleira en reikningar á bílaverkstæði.

EMK: Sammála þér. Nema með skrítnina. Nema ég hef vanist því að skrifa skrítinn með ý-i og það er svo sannarlega skrítið.

EMK2: Góður linkur.

HRE2: Livrarfuglinn.

GHS: Þú ert útdauð. En merkið er fallegt.

GK, 28.9.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband