11.9.2006 | 22:00
Muna...
...ekki allir hvar þeir voru þegar fréttirnar bárust þann 11. sept árið 2001? Ég var á kaupfélagsloftinu að brjóta um Sunnlenska þegar ég sá litla frétt á mbl.is að flugvél hafi flogið á WTC. Tíu mínútum síðar var öll vinna lögð niður og maður sat límdur yfir sjónvarpinu. Jóhanna var að vinna í Suðurlandssól og ég fór með litla sjónvarpið okkar til hennar svo að hún myndi ekki missa af neinu. Svo hugsaði ég til bróður míns því hann var kannski í New York en sem betur fer var hann svo bara heima hjá sér...
Hvar voruð þið?
(PS. Afsakið bloggleysið, það er feiknlega mikið að gera hjá mér)
Bush segir skilninginn á 11. september skilja Bandaríkjamenn frá umheiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var í skólanum og þegar við fréttum frá utnaðkomandi manni hvað hafði gerst var farið með sjónvarp inn á kennarastofu og þar horfðum við svo á turnana hrynja, aftur og aftur. Við vorum þarna öll saman og krakkarnir líka.
ammatutte (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 22:12
Ég veit alveg hver Óðinn Helgason er... Hann er nú ekki meira utanaðkomandi en það... :)
GK, 11.9.2006 kl. 22:15
Ég man ekkert hvar ég var þann 11. september árið 2000, ég man bara hvar ég var þann 11. september árið 2001.
KJ (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 22:26
ég var hjá jóa mark í champ, vorum með tv hliðin hjá okkur og skiptumst á að vera í champ og horfa á tv :P
Guðmundur Marteinn Hannesson, 11.9.2006 kl. 23:45
ég var að koma í tíma.. og var aðeins of seina.. öllum að óvörum.. þá voru allir að tala um e-h hryðjuverk og heimsendir og voða voða og ég skildi ekkert frekar en venjulega.. hehe..
Fjóla =), 11.9.2006 kl. 23:53
Ég var í enskutíma hjá meistara Sveini Magnússyni. Hann var ekki lengi að stoppa tímann og hleypa öllum nirðí fataherbergi að horfa á! :)
Jakob, 12.9.2006 kl. 09:56
Þú veist hvar ég var ;-) Takk fyrir að koma með sjónvarpið, hehe :-)
Josiha, 12.9.2006 kl. 15:35
Ég var að mála á Álftanesi og hugsaði líka til brósa.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.9.2006 kl. 00:09
Ég var að vinna á Ríkisútvarpinu á Akureyri þar sem alltaf er kveikt á sjónvarpi og var ég sú fyrsta sem fattaði að e-ð var að. Við límdumst síðan við kassann næsta klukkutímann og vorum ansi slegin, eins og allir aðrir.knús á línuna
Halla (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 13:31
Ég var á flúðum á steypubílnum mínum og var að hlusta á RUV eins og vanalega. Ég gat ekkert fylgst með þessu í sjónvarpinu en útvarpið var í botni.
gab (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.