Muna...

 

...ekki allir hvar þeir voru þegar fréttirnar bárust þann 11. sept árið 2001? Ég var á kaupfélagsloftinu að brjóta um Sunnlenska þegar ég sá litla frétt á mbl.is að flugvél hafi flogið á WTC. Tíu mínútum síðar var öll vinna lögð niður og maður sat límdur yfir sjónvarpinu. Jóhanna var að vinna í Suðurlandssól og ég fór með litla sjónvarpið okkar til hennar svo að hún myndi ekki missa af neinu. Svo hugsaði ég til bróður míns því hann var kannski í New York en sem betur fer var hann svo bara heima hjá sér... Brosandi

Hvar voruð þið?

(PS. Afsakið bloggleysið, það er feiknlega mikið að gera hjá mér)


mbl.is Bush segir skilninginn á 11. september skilja Bandaríkjamenn frá umheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var í skólanum og þegar við fréttum frá utnaðkomandi manni hvað hafði gerst var farið með sjónvarp inn á kennarastofu og þar horfðum við svo á turnana hrynja, aftur og aftur. Við vorum þarna öll saman og krakkarnir líka.

ammatutte (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 22:12

2 Smámynd: GK

Ég veit alveg hver Óðinn Helgason er... Hann er nú ekki meira utanaðkomandi en það... :)

GK, 11.9.2006 kl. 22:15

3 identicon

Ég man ekkert hvar ég var þann 11. september árið 2000, ég man bara hvar ég var þann 11. september árið 2001.

KJ (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

ég var hjá jóa mark í champ, vorum með tv hliðin hjá okkur og skiptumst á að vera í champ og horfa á tv :P

Guðmundur Marteinn Hannesson, 11.9.2006 kl. 23:45

5 Smámynd: Fjóla =)

ég var að koma í tíma.. og var aðeins of seina.. öllum að óvörum.. þá voru allir að tala um e-h hryðjuverk og heimsendir og voða voða og ég skildi ekkert frekar en venjulega.. hehe..

Fjóla =), 11.9.2006 kl. 23:53

6 Smámynd: Jakob

Ég var í enskutíma hjá meistara Sveini Magnússyni. Hann var ekki lengi að stoppa tímann og hleypa öllum nirðí fataherbergi að horfa á! :)

Jakob, 12.9.2006 kl. 09:56

7 Smámynd: Josiha

Þú veist hvar ég var ;-) Takk fyrir að koma með sjónvarpið, hehe :-)

Josiha, 12.9.2006 kl. 15:35

8 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég var að mála á Álftanesi og hugsaði líka til brósa.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.9.2006 kl. 00:09

9 identicon

Ég var að vinna á Ríkisútvarpinu á Akureyri þar sem alltaf er kveikt á sjónvarpi og var ég sú fyrsta sem fattaði að e-ð var að. Við límdumst síðan við kassann næsta klukkutímann og vorum ansi slegin, eins og allir aðrir.knús á línuna

Halla (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 13:31

10 identicon

Ég var á flúðum á steypubílnum mínum og var að hlusta á RUV eins og vanalega. Ég gat ekkert fylgst með þessu í sjónvarpinu en útvarpið var í botni.

gab (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband