27.8.2006 | 22:39
Hinsta...
...ferð Vladimirs var farin á föstudagskvöld þegar við Ninnó fórum með upp á Brokeback Mountain. Þetta var gríðarlega rómantísk ferð hjá okkur eins og myndirnar sýna... Ekki alveg. Fórum frá Ölfusinu yfir í Grafninginn um svokallaða Leirdali, milli Ingólfsfjalls og Hlíðarfjalls. Þetta er leið sem varla telst jeppafær. Ekki nema mikið breyttum jeppum og Lödu Sport. Annars var gaman að koma þarna upp, ég hef aldrei gerst svo frægur að komast upp á Ingólfsfjall og þetta kemst kannski í hálfkvist við það. Leiðin upp fyrir ofan Hvamm er vægast sagt stórgrýtt en Vladimir stóð sig eins og hetja. Niðurleiðin Grafningsmegin var mun léttari þó að ég hefði nefnt það við Ninnó að nú væri ekki rétti tíminn fyrir bremsuslöngurnar að gefa sig, en þær eru alveg að fara... Við komumst niður heilu og höldnu og nú er Vladimir kominn af númerunum og hvílir í friði inni í bílskúr. Kannski gefst einhverntíman tími til að pimpa ryðhrúguna. Á meðan: RIP
Athugasemdir
ég er líka að fara að leggja Sunny-inum góða...
Guðmundur Marteinn Hannesson, 27.8.2006 kl. 22:53
ég er líka að fara að leggja Sunny-inum góða...
Guðmundur Marteinn Hannesson, 27.8.2006 kl. 22:53
Ég fór þessa leið gangandi fyrir fáum árum, get alveg skilið að Vladimir þurfi að hvíla sig
ammatutte (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 22:54
Rosalega er Ninnó sexy á þessari mynd!
Josiha, 27.8.2006 kl. 23:21
gott að þú leggur áherslu á þetta Gummir bró, en það er synd að parkera Lödunni, það geta nú komið tímar, sem enginn nennir að moka í sveitinni og allir eru fastir. Reyndar komst ég allt í fyrra en ég er líka á 4x4
mojo-jojo, 28.8.2006 kl. 00:54
Babu.bloggar.is
púúúúúúúúúú bring back Vladímír!!!! Ég á ennþá inni Stokkseyrarhring í þessum eðalkagga!!!!
einar (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 01:56
Vá hvað vatnið gusast flott á neðri myndinni!...eins og í dömubindaauglýsingu ;)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.8.2006 kl. 23:39
hahaha... já... þú pimpar hann upp í vetur.
Skiptir í það minnsta um vinstra ljós! ;)
Jakob, 28.8.2006 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.