Vörubílstjórar...

...eru ákaflega sérstakur þjóðflokkur sem virðast hafa skapað sér sjálfskipað eignarhald á þjóðvegum landsins. Þeir halda öðrum ökumönnum í gíslingu, teppa umferð og valda stórhættu hvar sem þeir fara...

Það gladdi mitt litla fólksbílahjarta að heyra í hrokafulla vörubílstjóranum sem hringdi í síðdegisútvarp Bylgjunnar í dag og býsnaðist yfir því að hann þyrfti að fara í endurmenntun. "Hvað á að kenna mönnum í umferðinni sem hafa keyrt meira en milljón kílómetra?," spurði þessi bílstjóri, sem eflaust hefur aldrei verið öðrum til ama í umferðinni... Jú, það mætti kannski kenna þessum köllum beisik umferðarreglur, tillitssemi og fleira. Þó að maður sé á vörubíl þá á maður ekki að svína aðra bíla, maður á ekki að aka í gegnum Selfoss á meira en 50 km hraða, maður á að breiða yfir farminn sinn svo að grjóthríðin lendi ekki á húddinu á Skódanum mínum, maður á að gefa merki svo aðrir geti tekið framúr þegar mögulegt er...

En auðvitað aka allir vörubílstjórar eins og menn... Saklaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, eða strætóbílstjórinn sem ég sá í dag, sem var yfir umferðarljós hafinn. Fór þrisvar af stað á Hverfi-skötunni áður en rauða ljósið var búið. Þetta var leið 12. Ég tók umbúðapappírinn utan af laungutöng þegar ég komst loksins framúr honum.

Dr. E (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 21:33

2 Smámynd: GK

Hahaha... Maður á að reyna að spara löngutöngina í umferðinni og nota frekar brosið. Það er reyndar erfitt að hemja sig þegar strætóbílstjórar eiga í hlut ;-)

GK, 21.8.2006 kl. 22:26

3 Smámynd: Jakob

ég er alveg sammála þessu... ég þoli t.d. ekki þegar grótin hrinja á veginn af bílunum og á húddið hjá manni. Það er óþolandi!!!

Jakob, 21.8.2006 kl. 22:29

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já...einmitt þeir aka eins og MENN!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.8.2006 kl. 00:15

5 identicon

Alveg sammála þér Gummi! Þessir kallar eiga allir með tölu að fara í umferðarskólann aftur! Það þarf einnig að kenna þeim að pakka farminum sínum inn! Hata grjóthrun!
Kv.
Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 14:22

6 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

ég er á því að maður eigi ekkert að vera að spara löngutöngina, bara nota hana óspart ef manni finnst einhver eiga hana skilið!

Guðmundur Marteinn Hannesson, 23.8.2006 kl. 21:41

7 Smámynd: GK

Gaman að sjá þig Berglind!

GK, 24.8.2006 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband