16.8.2006 | 23:01
Landsleikurinn...
...í gær var skemmtilegri en menn grunar. Íslenska landsliðið þakkaði fyrir góðan stuðning eftirá en ég varð nú ekki var við þennan stuðning nema þá helst frá 20 manna hópi í nýja endanum á gömlu stúkunni...
Fólk var ekki einu sinni að syngja með í þjóðsöngnum fyrir leik.
En völlurinn var fínn og við reyndum hina og þessa stuðningssöngva sem verða æfðir betur fyrir næsta leik. Besta bylgja allra tíma á vellinum var okkur að þakka og var meira spennandi en leikurinn. Og Laugardalsvöllurinn er að fá á sig meiri stadium fíling sem er mjög gott mál þó að sætin okkar hafi verið frekar slöpp...
Babú sá auðvitað ekki rassgat og gaurinn við hliðina á honum er greinilega drukkinn...
Reina að reyna að taka einhvern gaur á sprettinum...
Athugasemdir
bömmer að hafa misst af þessu..:/
Fjóla mágkonan.. (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 00:50
já við verðum að vera búnir að æfa okkur næst og mæta allir í búningum!
Guðmundur Marteinn Hannesson, 17.8.2006 kl. 19:54
Babu
hvernig fór þetta?
ég tók bara þátt í að gera bylgjuna :-)
Babu (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.