14.8.2006 | 00:46
Mýrarbolti...
...er sennilega ein mesta snilld sem fundið hefur verið uppá. Árborgarar fóru vestur á Firði í gær þar sem til stóð að keppa í knattspyrnu við heimamenn (það var reyndar gert og Árborg vann glæsilegan 1-3 sigur). Þar sem við erum að spóka okkur í miðbæ Ísafjarðar kl. 9:30 að morgni rekumst við á Trausta og hann vantaði endilega menn í stórliðið Hávarð Ísfirðing. Við Ninnó vorum til í slaginn og spiluðum þrjá leiki með liðinu.
Mýrarbolti er hreint út sagt algjör snilld og erfiðari en an***otinn. Við byrjuðum á að tapa gegn einhverjum sportistum að vestan og gerðum síðan jafntefli við Eimskip í næsta leik. Þá stóð til að reyna að þrífa sig og mæta á Árborgarleikinn en þar sem Hávarður var kominn upp að vegg með aðeins eitt stig gátum við ekki annað en spyrnt við fótum og tekið þriðja leikinn gegn Ásel.is sem við rústuðum 5 eða 6 núll. Ninnó skoraði meira að segja en ég lét mér nægja að leggja upp tvö mörk. Þá hófumst við handa við að reyna að komast aftur inn í bæ (töluverður spotti). Ég byrjaði á að hósa mig og Ninnó með brunaslöngu (eins og sjá mátti í sjónvarpsfréttunum) en síðan fundum við engann sem vildi keyra blauta og skítuga menn inn í bæ. Á endanum fengum við "leyfi" til að stela bíl með undarlegu þjófavarnarkerfi og brunuðum á völlin. Þar var farið í sjóðandi heita sturtu á meðan við klæddum okkur úr görmunum og hlógum að þessari snilld. Mýrarboltafélag Árborgar er í burðarliðnum og ekki langt að bíða að menn geti spreytt sig á þessu hér fyrir sunnan.
Annars var restin af ferðinni jafngóð. Árborg vann og við lentum í hatrömmum milliríkjadeilum við snarvitlausa japana sem töfðu flugið til baka um 20 mínútur. Einn af okkar mönnum átti að hafa lagt gildru fyrir sofandi japanskan öldung með því að setja bjórflösku á borðið sem japaninn sat við. Japaninn tók síðan karatespark þegar hann stóð á fætur og flaskan brotnaði í gólfinu með tilheyrandi gusugangi. Þetta var ekki boðlegt japanska heimsveldinu en Adolf Bragason san náði að settla málin enda flúid á japönsku. Þegar við lentum í Rvk gengum við síðan aftur fram af japanska hyskinu og sýndum þeim gríðarlegan dónaskap með því að syngja Hesta-Jóa fyrir framan þetta virðulega fólk. Við sátum á meðan japanirnir gengu frá borði og jusu yfir okkur skömmunum, án þess þó að segja R.
Í gærkvöldi var síðan brúðkaup hjá Jóhönnu Ýr og Óla Gísla - til hamingju með það. Það stóð þó ekki lengi frameftir enda biðu þau væntanlega spennt eftir brúðkaupsnóttinni.
Slakur í dag. Liverpool vann Chelsea sannfærandi en skrokkurinn á mér er búinn frá tám og upp á axlir. Ég er með harðsperrur í vöðvum sem ég vissi ekki að væru til eftir mýrarboltann.
JBJ tók myndirnar.
Athugasemdir
Vá... þú ert eins og JKL á forsíðu Gluggans.Þið væruð góð saman í drullupolli.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.8.2006 kl. 14:03
þetta hljómar vel.. mig langar að prufa mýrarbolta!
Guðmundur Marteinn Hannesson, 14.8.2006 kl. 16:22
hahaha... þetta var náttlega snilldar ferð í alla staði. Ég hlakka mikið til að prufa þetta! :)
JJ aka u know (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 17:17
Ég held að Jakob sé akkúrat maðurinn sem á að vera í mýrarbolta...
GK, 16.8.2006 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.