Það...

...er ekki á hverjum degi sem maður fer til Ísafjarðar. Reyndar er ég að fara þangað í fyrsta skipti á morgun. Árborg er að spila við BÍ/Bolungarvík. Verðum að vinna.

Annars keypti ég 20 miða á landsleikinn hjá Íslandi og Spáni í dag. Stefni þangað með mitt krúv og krúv máganna minna. Spánverjarnir tefla fram sínu sterkasta liði sem er rosalegt. Það verður gaman að sjá Reina, Garcia og Alonso á Laugardalsvellinum. Maður veit varla með hvaða liði maður á að halda. Brosandi Ég hef alltaf haldið með Spáni á alþjóðlegum mótum og nú verða þrír Liverpoolmenn í liðinu. Úff... Þetta verður sigur fyrir mig hvernig sem fer.

Annars var kallinn að keppa í kvöld með FC Hnohna gegn FC Flóa. Töpuðum sannfærandi, 3-9, en að sjálfsögðu setti ég eitt eftir gott assist frá Vigni Eigli. Flóamenn tryggðu sér titilinn með sigrinum. Skrapp á undan í Hveragerði þar sem Hamar tapaði fyrir Víði og tók eina mynd við hringtorgið.

Jæja... best að hitta sekkinn. Þarf að vakna kl. 0600 í fyrramálið. Tsjá.


mbl.is Sendibifreið rakst á jeppa með hjólhýsi við Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

FC flói rúla!!

mitt krúv á eftir að vera leiða stemninguna á vellinum

Guðmundur Marteinn Hannesson, 12.8.2006 kl. 15:27

2 identicon

Ég held að ég hafi aldrei komið til Ísafjarðar,þó ég hafi farið ótal hringferðir í æsku og fengið ís,er það nokkuð mamma?

Vá ætlar Alonso að fara hring á leiknum!áfram renault(er það ekki skrifað sonna?)haha...svona hef ég mikið vit á tuðrusparki ;)

Eigli !!! vonandi erta grínast.

Aumingja kallinn á sendibílnum,hann hefur verið að reyna að komast í hjólhýsiskoju:(

Guðbjörg (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 21:21

3 identicon

"Nei,nei nei Ragnar Reykás þarna bara"-sagði Lalli þegar hann sá bannerinn

Guðbjörg (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 21:33

4 identicon

það verður geggjað á landsleiknum, það væri sniðugt ef við værum með einhverja stafi málaða á maganum okkar eða eitthvað svoleiðis!

Jói (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 00:22

5 Smámynd: GK

Ég get haft stóran staf á maganum á mér...

Annars er þetta allt annar Alonso (aaA) systir góð...

GK, 14.8.2006 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband