6.8.2006 | 18:37
Annars...
...erum við heima um verslunarmannahelgina, eins og svo oft áður. Dýrleif Nanna er ekki orðin nógu stór til að fara á útihátíðir og ekki förum við að setja hana í pössun. Enda koma verslunamannahelgar eftir þessa og maður getur alltaf skemmt sér. Bókaði í staðin pungaferð til Liverpool í september sem í fara Baldvin, Marinó, Guðmundur og Guðmundur.
Eitt annars við þessar verslunarmannahelgar. Maður getur eiginlega ekkert verið í tölvunni. Það er enginn að skrifa inn á spjallsíður, enginn á msn og voðalega lítið í fréttum. Þannig að TV-ið rúlar. Horfðum m.a. á Good Bye Lenin! Hún var fín og óhætt að gefa henni 4/5 stjörnur.
Horfði líka á Back to the Future III á danska ríkissjónvarpinu. Marty McFly klikkar ekki. 4/5 stjörnur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.