6.8.2006 | 18:30
Það...
...stóð nú til að vera löngu búinn að skrifa eitthvað meira inn á þessa síðu. Árborg lagði Létti sl. miðvikudagskvöld í heldur léttum leik. Eftir 90 mínútna leik var staðan 14-0 og hef ég aldrei séð aðra eins knattspyrnu á Selfossvelli. Við höfum oft spilað við slök lið en þá gjarnan dottið niður í eitthvað klafs og vitleysu. Nú var spiluð knattspyrna allan tímann og uppskeran þvílík. Verð að óska Eyþóri Djonson til hamingju með fyrsta markið fyrir Árborg - og ekki það síðasta.
Annars angaði ég þvílíkt allan daginn því um morguninn fór ég að Húsatóftum þar sem Valgerður og Guðjón þurftu að hlusta á bústofninn sinn brenna inni í fjósinu. Það er ömurlegt.
Fjörutíu kýr brunnu inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.