Jæja...

...klukkan er 2:08 og ég ætla að fara að pakka niður. Fer til Parísar á morgun og þaðan til Aþenu. Vonandi get ég farið á netkaffi og sent nokkar línur. Café au net. Sjáumst...!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob

Hafðu það gott úti!
...vonandi að þínir menn vinni til að fullkomna ferðina hjá þér!

Jakob, 22.5.2007 kl. 02:43

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Farðu nú varlega í útlöndum Guðmundur minn. Og passaðu - ef þú finnur tölvu til skrifta - að gleyma þér ekki svo þú missir af flugi, eð rútu, eða  leik!

kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.5.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Góða ferð gamli

Ólafur fannberg, 22.5.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Zóphonías

Skemmtu þér vel og njóttu falafelsins :)

Zóphonías, 22.5.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mér leið eins og mömmu þinni (minni,okkar) þegar ég sleppti af þér hendinni á flugvellinum...greyjið litla aleinn í útlandinu.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.5.2007 kl. 16:50

6 identicon

Hann spjarar sig strákurinn. Annars skil ég þig vel Guðbjörg, ég á líka "lillebró" sem ég ofvernda eins og ungamamma. Hann er á tuttugasta aldursári og kann misvel að meta umhyggjuna. Skil það nú ekki.

Og takk fyrir síðast Helga, svakalega vorum við skemmtilegar!

Ágústa R. (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:31

7 identicon

hehe Gummi er LANGT frá því að vera aleinn í útlandinu, eins og líklega fram í  ferðasögu kappans þá eru poolarar ansi snöggir að verða vinir ; )

. ..svo er náttulega Ninnó þarna líka

Babu (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 18:56

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk sömuleiðis Ágústa. Á meðan drengurinn er í burtu skulum við nota síðuna hans til að skrifast á , þá gleymi ég að hafa af honum áhyggjur. Mér fannst frábært þegar einhver af kvennaskaranum góðglaða sagði mér að þeim hefði verið sagt að bíða úti á meðan "fína fólkið" væri að klára matinn sinn.  Þeim fannst svo jafn frábært þegar ég kom út og reyndist vera ein af þessu fína fólki. Mér fannst það alveg jafn sniðugt og bað um myndatöku með þeim svo hægt væri að bera saman og sjá muninn á "fína" og "ljóta" fólkinu.

Sko það er eitt sem ég er að pæla. Þú hefur heyrt um prófarkarlesara? - það eru menn sem lesa próförk. En konur sem stunda þessa vinnu þá - hvað eru þær? prófarkarlessur?

Ég hef engin tíðindi fengið af samkomunni sem var á föstudaginn. Viltu segja mér? Hvernig var þessi og hinn, hver kom mest á óvart? 

Helga R. Einarsdóttir, 22.5.2007 kl. 19:52

9 Smámynd: Josiha

Hahahahaha...tengdó fyndin!

Josiha, 22.5.2007 kl. 19:57

10 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég er ekki alveg viss um að "hitt fólkið" hafi endilega verið "ljóta fólkið" Helga. Hallast frekar að því að hér hafi verið um skiptingu milli pöpulsins og aðalsins að ræða. Og eins og við vitum báðar geta hinar aumustu alþýðustúlkur verið bara býsna snotrar.

Prófarkarlessur? Þú ert búin að tala einum of mikið við Tomma núna. Ég vissi ekki að "political incorrectness" væri smitandi. En ég er ekki að kvarta, þetta orðskrípi fékk mig til að skella uppúr og slá mér á lær (ógili grannt og flott lær) þannig að fyrsta húsmóðirin í Ártúni 2 hefði verið stolt af mér.

Ég vil gjarnan segja þér allt um samkomuna á föstudaginn. Það er hinsvegar ekki allt birtingarhæft á ólæstu bloggi. Ég verð því að láta nægja að segja frá því að hann Jói minn elskulegur fékk loksins sína innstu drauma uppfyllta þegar hann var valinn Herra Hola/GSS 2007 í fjarveru Krisjáns Eldárns (sem vinnur annars alltaf by default af augljósum ástæðum, drengurinn er bara svo fallegur að manni sortnar fyrir augum). Ég hefði viljað spjalla meira við son þinn og EE en þeir líta svo niður á bekkinn minn að það varð lítið úr því ... nei djók. 

Ég hringi síðar ...!

Rúnarsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband