15.5.2007 | 01:36
Innkaupaferð...
...dauðans. Hver kannast ekki við það að velja vitlausa röð við afgreiðslukassana í búðinni. Ég skrapp að versla eitthvað smotterí í Bónus í dag en þessi skottúr átti eftir að snúast upp í martröð. Ég valdi mér álitlega röð þar sem ein kona með töluvert mikið af vörum var á undan mér. Hún hamaðist við að raða upp á afgreiðslukassann og mokaði svo ofaní kassa á hinum endanum. Ég tók meira að segja upp á því að hjálpa henni við að taka uppúr körfunni svo þetta gengi hraðar fyrir sig. Á meðan hamaðist konan við að raða í kassa og þakkaði ekki einu sinni fyrir hjálpina. Hún verslaði fyrir rúmlega 40 þúsund en kassadaman var ekkert að flýta sér við að skanna vörurnar. Síðan tók það dágóða stund að hjálpa stelpunni á næsta kassa sem kunni ekkert á kassann, auk þess að missa niður sultukrukku eða einhvern fjandann, svo að náunginn á þeim kassa var lengur en ég í mart-röðinni. Á meðan ég beið og beið var verið að ljúka við að afgreiða fólk á næstu kössum SEM HAFÐI VERIÐ AÐ KOMA INN Í BÚÐINA ÞEGAR ÉG VAR ENNÞÁ AÐ BÍÐA! Svo voru ekki einu sinni allir kassar opnir.
Ekki tók betra við í Nóatúni (já, manni dugar aldrei að fara í eina búð í innkaupaferð á Selfossi). Þar voru greinilega allir í mat, því aðeins einn kassi var opinn og röðin náði langt inn í búð. Talandi um að hafa hærra vöruverð en betri þjónustu - hvað er málið með það?
Ég ráðlegg fólki að versla í Bónus í Hveragerði. Þar fæst allt og þar er pláss fyrir mann. Enda hittir maður alltaf Selfyssinga þegar maður verslar þar. Síðan stendur Kjarval í Þorlákshöfn alltaf fyrir sínu. Hærra vöruverð, persónuleg þjónusta og alltaf heitt á könnunni.
Wal-Mart = stórmarkaður í USA
Mart-röð = röð í stórmarkaði. Má einnig rita martröð.
Athugasemdir
Já, Bónus í Hveragerði stendur sko alltaf fyrir sínu. HATA Bónus á Selfossi. Meira ljóta búðin!!!
Josiha, 15.5.2007 kl. 14:24
Það eru allar verslanir orðnar hálf þreyttar og leiðinlegar hér á Fossinum, maður er farinn að nefna það sérstaklega við kunningja ef maður er svo heppinn að lenda á elskulegu afgreiðslufólki. Verlsunareigendur þurfa að taka upp þann sið hjá nýju starfsfólki að messa yfir því um almenna kurteisi og hlýja framkomu eins og Kolbeinn Kristinsson gerði við okkur í Höfn h/f...það virkaði. Ég HATA martraðir
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.5.2007 kl. 20:06
Í mínu ungdæmi þurfti sko ekkert að fara í einhvern helvítis Bónus. Við höfðum ruslahaugana þar sem við fengum drasl og tróðum því svo sjálfir í gula poka. Þetta voru plaststrigapokar, einn þurfti að halda á meðan hinn tróð. Valdi Gauja Snæ var ruslahaugavörður og lét okkur alltaf vita þegar kaupfélagið var að henda útrunnu Gunnars majonesi og soleiðis góðmeti. Þá var nú tíðin önnur og betri og framsóknarflokkurinn í ökumannssætinu. Eitthvað annað en þetta helvítis auðvald sem öllu tröllríður þessa dagana. En mikið andskotans djöfulsins helvíti leiðist mér annars fólk sem bölvar.
Helgi Geirs (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:12
Menn blóta bara ef etið er of mikið af ruslfæði Helgi minn. Áttu ennþá heima á haugunum?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.5.2007 kl. 21:22
Ég lenti einmitt með þér í mart-röðinni í Nóatúni þegar við vorum í fiskinnkaupunum okkar. Ég var svo pirraður að þegar ég las þetta blogg fattaði ég að að ég er ennþá pirraður og búinn að segja öllum sem nenna að tala við mig þessa sögu. Þú komst btw. á eftir mér í röðina og komst á undan mér í gegn aaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggg. (Ég er ekki pirraður út í þig). Ég er búinn að tala eins og gamall kall síðan og tala um þetta unga fólk sem ekki kann að vinna og engan vegin að skammast sín. Stelpurnar sem áttu að vera á kössunum voru að leika sér inná lager og komu þegar röðin var farin að ná út í salatbar.
GÁB (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:17
Eitt er það nú heima sem stendur ALLTAF fyrir sínu og þjónustan er nú oftast á þann veg að maður heilsar staffinu kumpánlega....
....og það er Hornið
Annars held ég að flestir vinir mínir séu sammála mér og hafa margt oft helgið að mér fyrir einstakan hæfileika minn í að lenda í mart-röðum.
p.s. svo má ekki gleyma hvað það er alltaf gaman að leggja fyrir utan Bónus á Selfossi!!!!
Einar Matthías Kristjánsson, 15.5.2007 kl. 22:47
Bónus Hveragerði er flott.Alltaf biðröð á Selfossi verst þó í Rvíkinni
Ólafur fannberg, 15.5.2007 kl. 22:53
Einu sinni trúði ég því að búðirnar með lága verðið hefðu skerta þjónustu, þannig að þar væri bara færra fólk, en ekki endilega lélegt fólk. Í sumum búðum er fólkinu kennt að vinna svo þar komast tveir yfir það sem fimm eru í standandi vandræðum með annarsstaðar. Eiginlega allir verslunarstjórar á Íslandi í dag ættu að kenna nýju fólki að vinna, og segja því að það á að þjóna kúnnanum en ekki öfugt.( En kannski kunna þeir það ekki einu sinni sjálfir) kv.
Helga R. Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 16:42
Haha já það er sko tekið vel á móti öllum sem koma í Kjarval í Þorlákshöfn!;) mjöög persónuleg þjónusta! Glens og grín allan daginn og eintóm gleði!
Fjölmennið nú!;)
Anna Magga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:14
já gamli Bónusstarfsmaðurinn er alveg samála ..... best að versla bara í Melabúðinni og Krambúðinni ...................freistast samt í Bónus þegar buddan verður létt.
Zóphonías, 17.5.2007 kl. 19:53
Svo er bara til fólk sem á alls ekki að vinna við að þjóna öðrum, hvar sem það er. Það þarf hæfileika til að vera góður í þessu - eins og öllu öðru.
Helga R. Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:04
Va va vú va! Já, þetta eru orð að sönnu, mart-röð. Ég passa mig samt alltaf á því að vera kurteis og almennileg við afgreiðslufólkið, því að oft þá er þeim síst um að kenna. Undirmönnun, takmörkuð fræðsla og leti annarra starfsmanna gætu ef til vill sett strik í reikning viðkomandi afgreiðslumanns.... eða e.t.v afskaplega erfiður kúnni sem biður afgreiðslumanninn(þú veist eða konuna) að athuga með verðið á þessari og þessari og hinni vörunni líka
Anna Sigga, 18.5.2007 kl. 17:19
úff I feel your pain :S
Auður (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 17:52
það er skelfilegt að lenda í þessu...
Guðmundur Marteinn Hannesson, 20.5.2007 kl. 20:15
Lefolii-verslun á Eyrarbakka stóð alltaf fyrir sínu. Brennivín í boði verslunarinnar á meðan beðið var eftir afgreiðslu.
Lýður Pálsson, 20.5.2007 kl. 21:55
Hehe gaman að lenda mart-röðum soldið sérstakt hérna í Bónus Árbænum, það virðist alltaf vera jafn mikið að gera sama hvaða tíma maður kemur á og svo verð ég að finna að því hvað starfsfólkið er alveg með eindæmum ófrítt þarna, ekki það að ég sé einhver Brad Pitt en að sjá suma sem eru að vinna þarna maður gerir þeim eiginlega greiða að bjóða þeim góðan daginn.
...vá er ég leiðinlegur
mojo-jojo, 21.5.2007 kl. 20:24
Hahahhaha...Jói þú ert alveg met! Þú segir reyndar það sem flestir hugsa!
Josiha, 21.5.2007 kl. 20:29
Hahaha... Jói! Ég hló upphátt. LOL heitir það víst á tölvumáli.
Já, Bónus í Árbæ er ekki alveg að gera sig. Hún var ein af þrettán Bónusbúðum sem ég var að selja í fyrir jólin og hún fær einna lægstu einkunnina frá mér varðandi viðmót starfsfólks af öllum Bónusbúðunum sem ég fór í ...
GK, 22.5.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.