Nánast...

...búinn að koma frá mér afkvæmi vikunnar og nú bíður ekkert nema sumarið!

Í kvöld stóð til að fara á langþráð stefnumót með Bjöllunni. Jói hringdi í mig í febrúar og pantaði mig á deit, sem er s.s. SSSól tónleikar í kvöld. Í gærmorgun hringdi hann síðan í mig og sagði mér að amma hans í Vestmannaeyjum hefði tekið upp á því að deyja, blessuð c minning hennar. Þannig að Jói þarf að fara í jarðarför í Vestmannaeyjum í fyrramálið og því verður ekkert stefnumót í kvöld.

Samhryggist þér, Jói minn.

Hvað haldiði annars með sumarið? Vætutíð? Góður heyfengur? Viðburðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég held að sumarið hefjist á afburða feitum sauð-burði,lömbin eiga svo ekki eftir að þagna fyrr en kemur að sláturtíð  og verður hún óvenju blóðug og sviðin þetta haustið.

Þess má geta að fyrir 31 ári á morgun eignaðist móðir vor sinn loka sauð, hann gegnir nafninu greyið  og er afburða kindalegur...munið eftir honum á morgun ...hann vill bæði mjúka og harða ...helst eitthvað lopa???

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.4.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Samúðarkveðja til Jóa

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.4.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Josiha

Ég held að sumarið verði stórgott.

Samúðarkveðja til Jóa *knús*

Josiha, 18.4.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Berglind

Sama hér! Ég sendi Jóa samúðarkveðju!!! Skilaðu því endilega frá mér! OG  TIL LUKKU MEÐ DAGINN!!!

KV.

Berglind

Berglind , 20.4.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband