4.4.2007 | 22:44
Sóley...
...Sóley, mín von og trú...
Já, ekki laust við að maður hugsi til Sóleyjar Tómasdóttur og annarra öfgafeminista þegar maður fær þau tíðindi að Sandra Bullock sé á leið til landsins. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er þessi kona hreinræktuð glyðra og það ætti að nægja til þess að Feministafélagið, ríkisstjórnin og Bændasamtökin komi í veg fyrir komu hennar. Sóley! Ég treysti á þig! (Aldrei áður hef ég reitt mig á feminista á þennan hátt).
Forsendur mínar eru reyndar aðrar. Hún má stripplast af öllum kröftum mín vegna. En þessi svokallaða "leik"kona hefur komið óorði á sína stétt sökum lélegrar frammistöðu í hverri einustu mynd sem hún hefur leikið í. Ég er fyrir löngu farinn að sniðganga myndir með Söndru en hef þó neyðst til að brenna augu mín þegar aðrir heimilismeðlimir hafa borið viðbjóðinn hennar hingað heim. Það eru aðeins þrjár myndir með henni sem ég get horft á og þið megið giska hvaða myndir það eru... það skal tekið fram að þetta eru myndir sem maður getur leyft sér að loka augunum og halda fyrir eyrun þegar hún er á skjánum, en aðrir leikarar halda myndunum á floti.
Hinar 38 myndirnar hennar má brenna á myndabrennu Betelsöfnuðarins í Vestmannaeyjum.
ÍSLAND Í NATÓ, SÖNDRU BURT!
Sandra Bullock leikur í kvikmynd á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég skít að ein af myndunum sé Speed, am I right?
Guðmundur Marteinn Hannesson, 4.4.2007 kl. 22:53
Speed, The Net og Crash?
Annars er hún ein af mínum uppáhalds leikkonum.
Geiri (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:24
Crash er geðveik, Sandra Bullock var samt slöpp í henni að vanda
mojo-jojo, 4.4.2007 kl. 23:29
Speed og Crash er rétt, en eins og Jói tekur fram er Sandra slöpp í Crash og það eru Reeves og Hopper sem halda Speed uppi...
Geiri: Vandaðu valið betur á vídeóleigunum...
GK, 4.4.2007 kl. 23:38
Þetta var klassa blogg. Gott tempó í því
Josiha, 5.4.2007 kl. 01:42
haha gott dæmi um hana Söndru er að ég er að glápa á mynd með henni akkurat núna!!!!!
....og mæli alls ekki með henni (segi ekki hvaða mynd sjálfsvirðingarinnar vegna)
Einar Matthías Kristjánsson, 5.4.2007 kl. 02:34
Come on Einar - út með það. Og út úr skápnum í leiðinni (það tekur enginn mynd með Söndru Bullock nema að hann sé nett gay...Crash er ekki talin með)
Josiha, 5.4.2007 kl. 02:36
Einar: Segir mikið um myndirnar hennar Söndru að menn eru að dunda sér við að skoða blogg á sama tíma.
GK, 5.4.2007 kl. 02:42
-------Safnaðarins --- herra ritstjóri!
Helga R. Einarsdóttir, 5.4.2007 kl. 17:56
Afsakið... verður leiðrétt í næsta bloggi...
GK, 5.4.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.