6.3.2007 | 23:34
Fullkomlega...
...sanngjarnt og frábært að Liverpool c komið áfram. Annars leið mér undarlega í dag, var eirðarlaus og með hugann úti í Liverpoolborg. Einkennilegt hvað eitthvað fótboltalið í útlöndum getur haft mikil áhrif á mann. Ekki þekki ég neinn í þessu liði, eða tengist borginni á neinn hátt, utan að hafa heimsótt hana þrisvar... ekki vita þeir af mér hérna uppi á Íslandi, hoppandi uppúr sófanum og haldandi um höfuð mér. Einkennilegt...
En annars... það væri frábært að fá Morientes og félaga í 8-liða úrslitum. Það kemur í ljós síðar...
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 23:48
Arg. Yfirmaður minn var að mæta í vinnuna í þessari asnalegu Liverpool treyju sinni með skítaglottið aftur á hnakka. Þetta verður ekki góður dagur ...
Rúnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 08:31
Til hamingju, sanngjarnt að þið komust áfram.
Tómas Þóroddsson, 7.3.2007 kl. 11:22
Já, Liverpool var sko bara langt um betra liðið í þessum leik, ég var eiginlega bara hissa á þessum spánverjum. kannski þola þeir ekki rigningu og kulda??.
En eitt sem mér fannst svolítið spes. Staðan var 1-0 fyrir Barca. Ef Liverpool hefði skorað mark (eins og munaði nú litlu) í þeirri stöðu, þá hefði það ekki skipt Barca neinu máli.
Svolítið merkilegt að mark hjá Liverpool hefði ekki skipt neinu máli, nema þá ef þau hefðu verið tvö.
Hlynur Ba (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:34
Ágústa farðu og þvoðu á þér munninn Það er ekkert asnalegt við þessa treyju og þetta verður víst góður dagur
og þetta var erfiður leikur á að horfa...úff
YNWA
Einar Matthías Kristjánsson, 7.3.2007 kl. 12:45
Ég skil ekki ,frekar en þú Guðmundur, hvernig svona gerist. Að vísu hefur mamma þín alltaf haft dálæti á rauðum fötum, en langt í frá að hún hafi kennt þér að halda uppá Liverpool frekar en Ósló eða Istanbúl.
Helga R. Einarsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:15
Nei, ég veit hvaðan hvötin er komin. Það var eftir hótanir frá EÖS. En ég skil ekki af hverju þetta sest svona á sálina á manni...
GK, 7.3.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.