Bara...

devil-prada-th...af því að Hlynur Bárðar tók upp þráðinn hér að neðan varðandi þýðingar á erlendum sjónvarpsþátta eða kvikmyndatitlum... Hef heyrt tvær þýðingar á titlinum The Devil Wears Prada. Annað var Djöfullinn á dönskum skóm en hinu er ég búinn að gleyma. Mér finnst að þegar menn eru að þýða þessa titla þá sé ekki nóg að snúa þeim bara yfir á íslensku heldur þurfa þeir að vera trúir upprunalega titlinum líka. Ég myndi láta þessa mynd heita Kölski klæðist Prada. Ekkert að því...

Annars fékk ég óvænt símtal í morgun frá karlmanni sem vildi fá mig á stefnumót...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfullinn á dönskum skóm já... Menn eru snillingar þegar kemur að því að þýða bíómyndatitla... T.d. heitir gelgjumyndin Now and then, Vinkonur á íslensku... man nú ekki meira í bili, en mér finnst Kölski klæðist Prada mjög gott, þú ættir kannski að senda þá tillögu til.. uh... bíómyndatitlaþýðingamannana...

Ninna (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og fórstu á stefnumótið?

Helga R. Einarsdóttir, 2.3.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: GK

Stefnumótið er ekki alveg á næstunni...

GK, 2.3.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Josiha

Maðurinn minn er enginn hommi...
...hann er fullkominn eins og ég...

Josiha, 2.3.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Josiha

Annars lýst mér vel á þetta stefnumót. Það verður án efa mjög skemmtilegt, enda frábær maður sem þú ert að fara að hitta

Josiha, 2.3.2007 kl. 23:49

6 identicon

Já, þetta skemmtilegt, mér dettur í hug: Háski í háum hælum. Kannski einum of eitthvað, ég veit ekki.

Hlynur Ba (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:07

7 Smámynd: GK

Já Hlynur, þetta er einum of...

GK, 5.3.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband