21.2.2007 | 22:01
Erfitt...
...að vera Liverpoolaðdáandi á svona kvöldi. Viðtökurnar sem maður fær eftir svona leiki eru þær að þeir hafi ekki átt sigurinn skilið, spilað leiðinlegan fótbolta og verið heppnir. Þessir sparkspekingar sem eru að tjá sig í fjölmiðlunum eru nefnilega svo miklir spekingar.
Svona varð það líka þegar við urðum Evrópumeistarar 2005. Þrátt fyrir að leggja Juventus, Chelsea og AC Milan á leið sinni að titlinum þá sögðu allir að L'pool ætti það ekki skilið.
Liverpool spilaði ekki skemmtilegan bolta í kvöld. En hann var skynsamlegur og árangursríkur. Ekki taka það af þeim.
...og sáuði sveifluna hjá Bellamy? Snilld! Nutter with the putter!
(PS. Jóhanna ákvað að þessi leikur færi 1-2, og auðvitað hafði hún rétt fyrir sér)
Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
sveiflan hjá Bellamy var snilld - okkar menn áttu þetta sannarlega skilið, það spilar engin betur en andstæðingurinn leyfir
Sverrir Þorleifsson, 21.2.2007 kl. 22:38
Til hamingju, þetta var flottur sigur!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:54
sá þetta ekki...
Ólafur fannberg, 22.2.2007 kl. 08:04
Til hamingju með þetta!! Ekki skal ég taka sigurinn af þeim.... pirrandi að Jóhanna þurfi alltaf að hafa rétt fyrir sér
Anna Sigga, 22.2.2007 kl. 11:24
Hey! Ég hef (því miður) ekki alltaf rétt fyrir mér Anna mín
Þetta var samt frekar fyndið. Gummi þyrfti að skreppa aðeins frá (gettu hvað, hehe) og bað mig að lýsa leiknum fyrir sig á meðan. Ég ákvað að vera rosa fyndin og plata (ljúga er svo ljótt orð) og segja að staðan væri 1-0 þegar staðan var ennþá bara 0-0. Gumma fannst það ekki fyndið og enn minna fyndið þegar Barcelona skoraði svo skömmu seinna. Gummi sagði að þetta væri mér að kenna og því yrði ég að segja einhverjar betri tölur, Liverpool í hag. Okei, sagði ég, leikurinn fer 1-2 fyrir Liverpool. Það gekk eftir - of kors! Hehehe...
...Anna, þú vissir að ég er göldrótt er það ekki?
Josiha, 22.2.2007 kl. 17:17
Of kors mæ hors...
GK, 22.2.2007 kl. 20:37
Á ég að trúa því upp á þig Guðmundur að þú sért púllari? Ég þarf að endurskoða afstöðu mína til þín Kveðja, Ragna Björk.
Ragna Björk (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 23:40
Hehehe... það kemur ekkert annað til greina en Liverpool, Ragna!
GK, 25.2.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.