Stundum...

...þegar ég er í bílnum þá velti ég fyrir mér ýmsum hlutum... Ég eyði miklum tíma í akstur á dag og þarf þess vegna að velta fyrir mér ýmsu misgáfulegu. Ég heyrði viðtal við einhvern íslenskumann um daginn þar sem var verið að tala um að íslenska titla á bíómyndum og sjónvarpsþáttum.
Í framhaldinu fór ég að spekúlera í hvernig maðurinn myndi t.d. þýða þátt eins og "Queer Eye For The Straight Guy". Dettur ykkur eitthvað í hug? Eftir þó nokkra umhugsun hjá mér gat ég ekki gert upp á milli nafnanna "Hommar í heimsókn" eða "Öfugar innréttingar". Er m.a.s. að spá í að selja Skjá 1 einkarétt á þessum nöfnum.

Svo var brandari síðustu viku konan sem kvartaði yfir morgunsjónvarpinu á Stöð 2. Bítið er hætt og komið barnaefni í staðinn - og þá er þvílíkt stríð fyrir konuna að koma börnunum í skólann.
Ég spyr; Er það Stöð 2 að kenna, eða konunni sjálfri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

"hommar í heimsókn" er klárlega málið

Guðmundur Marteinn Hannesson, 20.2.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Edda

ha ha "hommar í heimsókn" er snilld...

en sko ég hlýt að vera þessi brandari!! ég kem 3ja ára syni mínum ekki á leikskólann fyrir þessu helv... barnaefni á morgnana núna

Edda , 21.2.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Anna Sigga

humm... ég á reyndar svoldið gamaldags sjónvarp en á því er svona takki sem slekkur á því...

heima hjá mér var sú regla að það var bannað að horfa á sjónvarp á sumrin, á veturnar var bannað að horfa á sjónvarp fyrir 18:00, ég man að ég sagði stundum við mömmu að hún gæti ekki stoppað mig því hún væri á neðri hæðinni og ég efri, þá tók hún bara rafmagnið af. Ekkert vesen. Ég er fegin því í dag að mamma lét okkur ekki komast upp með að stjórna.

Anna Sigga, 21.2.2007 kl. 14:11

4 identicon

Hvað með: Samkynhneigð samhjálp, eða, öfugir öfgar, eða jafnvel: Öfugt auga fyrir stöðugt auga.

Hlynur Ba (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:35

5 Smámynd: GK

Haha... beinar þýðingar geta verið snilld... Samkynhneigð samhjálp hljómar samt einhvernvegin eins og gay trúarofstækishópur...

GK, 2.3.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband