10.2.2007 | 21:18
Skellti...
...mér í leikhús á Selfossi í gærkvöldi með Badda Ponna. Sáum Hnerrann sem er safn stuttra gamanþátta eftir Anton Tsjekov. Rússneskur húmor er greinilega mjög teygjanlegt hugtak en í sýningunni eru fínir sprettir og leikararnir standa sig allir með prýði. Vert að sjá.
Eftir leikhús kíktum við á Krúsina og drukkum kannski aðeins of marga bjóra. Þeim fjölgaði allavega eftir því sem leið á kvöldið og á endanum vorum við komnir á Monkís-gigg á Pakkhúsinu. Það var sérdeilis þægileg skemmtun þó að mannfjöldinn hafi ekki verið yfirþyrmandi. Baldvin stökk reyndar snemma heim enda þurfti hann að mæta eldsnemma í íþróttaskóla barnanna - hvar hann nemur þrístökk án atrennu.
Jæja... rólegur dagur í dag. Liverpool sökkaði og ég át brauð með sardínum. DVD í kvöld.
Athugasemdir
Nei Gummi, þarna fórstu alveg með það! Brauð með sardínum...úbbosí! haha
Anna Magga (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.