31.1.2007 | 00:31
Dagarnir...
...eru frekar langir þessar vikurnar. Ég er svo ofsalega latur við að fara snemma að sofa. Sef kannski sex tíma, sem reyndar dugar mér alveg. Jay Leno sefur í fjóra tíma og segir að svefn sé tímasóun. Það er eitthvað til í því. Svo eru til menn eins og Addi Braga sem verða að ná sínum átta (jafnvel tíu) tímum. Ef þeir ná því ekki þá eiga þeir tímann inni næstu nótt. Þannig að ef ég sef sex tíma frá mánudegi til föstudags, þá á ég inni tíu svefntíma um helgina. Ekki tek ég þá á laugardegi, því þá vakna ég með Dýrleifu og Jóhanna sefur. Þar bætast við tímar... Á sunnudegi á ég þá kannski tólf tíma inni + átta tíma normal svefn. Það þýðir að ég þyrfti að sofa í tuttugu tíma á sunnudeginum til að jafna út innistæðuna.
Annars er ég í almennu stuði. Einhver náungi keyrði út í á hérna áðan. Sýndist á aðstæðum að hann hafi varla hagað akstri eftir aðstæðum því bíllinn sat góða tíu metra úti í ánni. Þetta hefur örugglega verið utanbæjarmaður, því hér kann fólk að passa sig á ánni.
Athugasemdir
Ahhhh það er svo gott að sofa út á laugardögum
Annars þarf fólk mismikinn svefn. Sumir þurfa bara 6 en aðrir 10. Veit samt ekki eftir hverju þetta fer. Kannski heilstærð? Neeehhhh segi bara svona...
Josiha, 31.1.2007 kl. 01:05
kvitt og zzz zzz zzz í 2 tíma
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.