Hver...

...er þessi Hörður? Í fjórum af sex efstu sætunum eru Bjarni Harðarson, Helga Harðardóttir, Eygló Harðardóttir og Lilja Harðardóttir. Helv*ti hefur kallinn verið öflugur...

Annars var ágætur punktur hjá Eygló Harðar í fréttunum um daginn. Kannski hefðu bara allir átt að sitja á sér fram yfir prófkjör og bíða eftir að fá úthlutað sæti...


mbl.is Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég var einmitt að hugsa þetta um daginn. Ég  veit ekki um marga með þessu nafni, á hæfilegum  aldri, sem gætu verið líklegir til þessara afreka. Ég kannast reyndar við föður Bjarna og er alveg viss um að hann hefur ekki hlaupið útudan sér um Vestmannaeyjar eða Suðurnes.  

Helga R. Einarsdóttir, 27.1.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Helgi Sigurður Haraldsson

Sex efstu sætin í prókjörinu voru bindandi og þeir sem ekki stukku frá borði, eins og Hjálmar fengu bindandi kosningu í sín sæti. Það var ekkert í reglum prófkjörsins sem sagði að það skyldi færa alla upp um sæti.  Þetta með Helgu Sigrúnu var tillaga kjörstjórnar og hún varð ofan á. Lýðræði????

Helgi Sigurður Haraldsson, 27.1.2007 kl. 22:04

3 identicon

Fékk Hjálmar Árnason ekki bindandi kosningu í 3. sætið?  Hvers vegna má þá færa hann í 20. sætið?  Eða gilda reglurnar bara um þá sem ekki eru með typpi?

Þórður Eyjólfsson (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Anna Sigga

 Magnað með þetta Harðarnafn, nú finnst manni þau ekki eiga margt annað sameiginlegt en föðurnafn og málefni?!? Kannski skjátlast manni þar.....

Anna Sigga, 27.1.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: GK

 

Mútta: Sammála þér með Hörð Bjarnaföður. Hann á líklega ekkert í hinum Harðarbörnunum.

Helgi: Mér finnst bara athyglisvert að Helga hafi verið sett í þetta sæti. Henni var hafnað í toppsæti fyrir kosningarnar 2003 og endaði í 5. sæti, fyrir neðan Eygló, eftir harða baráttu þeirra á milli. Hef ekki séð hana afreka neitt ennþá framyfir Eygló. Einungis það að hún er Reyknesingur en hvenær hafa Framsóknarmenn hvort eð er náð í atkvæði á Reykjanesi? Það var ekkert í reglum prófkjörsins sem sagði að það skyldi færa alla upp um sæti - en það var heldur ekkert sem sagði að það skyldi ekki gert, ef einhver stykki frá borði. En... Helga varð ofaná og einhverjir eru greinilega að fíla það að hafa hana þar...

Þórður: Ekki segja ty**i á dritinu mínu. Vera kurteis. Góður punktur samt.

Anna: Hver veit hverjum skjátlast?

GK, 28.1.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband