Færsluflokkur: Dægurmál
9.2.2008 | 22:32
Hveragerði...
En jæja, hér er mynd úr leiknum. Þetta er Iva Milevoj, nýjasti leikmaður Hamars. Hún stóð sig ágætlega, eins og liðsfélagar hennar allir í dag. Þrátt fyrir það töpuðu þær naumlega, 79-82. Kæruleysi á lokakaflanum.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.2.2008 | 22:11
Ef...
Pæling...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2008 | 21:43
Skrapp...

*UPPFÆRT* Kl. 02:09 Ég var að koma inn eftir að hafa dregið björgunarsveitina upp úr skafli. Drengirnir náðu að festa fína björgunarsveitarjeppann þegar þeir voru að skila Fjólu heim.
Dægurmál | Breytt 8.2.2008 kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.1.2008 | 01:54
Hvað...
...gerði ég í dag?
1. Fór í Egil Árnason, var þar í þrjú korter og fékk enga aðstoð. Jóhanna sagði að það væri af því að ég væri órakaður með húfu. Ætlum í annan leiðangur á föstudaginn og þá verð ég fínn í tauinu.
2. DNG hljóp á rúðu og rotaðist næstum því. Hélt hún væri að hlaupa út, en rúðan var svona hrein. Slapp ómeidd.
3. Fórum líka í Flísabúðina (slöpp þjónusta) og Harðviðarval (góð þjónusta)
4. Sá Geir Ólafs. Hann var með litaðar augabrúnir. Er hann karlmaður?
5. Hitti svilkonumína í fyrsta skipti. Loksins á ég svilkonu, þökk sé (fyrrum) getulausu mágum mínum. (A.m.k. öðrum þeirra).
6. DNG fór á Subway í fyrsta skipti í dag. Hún líkist föður sínum æ meir.
7. Jóhanna sagði mér hvað ég ætti að skrifa í þessu bloggi. Ég er engan veginn að nenna þessu núna...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2008 | 00:46
Heppnin...
...eltir mig á röndum. Ekki nóg með það að hafa verið með þrjá rétta í Lottóinu í gær, heldur fékk ég póst í morgun þar sem Breska lottóið tilkynnti mér að ég hefði unnið 950 þúsund sterlingspund, eða tæpar 125 milljónir króna. Ég var svo heppinn að netfangið mitt var dregið úr potti Microsoft-notenda hjá breska lottóinu. Ég verð að innheimta vinninginn innan viku, annars rennur hann óskertur í sjóði Evrópusambandsins.
En heppni minni eru engin takmörk sett. Í síðustu viku vann ég þrjár milljónir punda hjá alþjóðlega breska lottóinu. Það eru tæplega 400 milljónir íslenskar... svo ef ykkur vantar pening, þá er bara að hafa samband...
Ótrúleg heppni!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2008 | 21:19
Spaugstofan...
Heitir hann í alvöru Ólafur Falur?

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.1.2008 | 00:16
Dagurinn...

Sá smyril á hlaðinu (Jakob! Ég sá smyril)
Fór fimm km á crosstreinernum (Jóhanna hélt að ég væri að fá hjartaáfall)
Verslaði í Bónus (Árni nennti auðvitað ekki að vera í vinnunni)
Eldaði ýsu með tómötum og osti (Og stappaði vel fyrir DNG)
Já, þetta var sko viðburðarríkur dagur...

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.1.2008 | 02:03
28 ára?
Heath Ledger var nálægt því að komast í hóp Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain sem öll dóu fyrir 28. afmælisdag sinn. Ledger hefði orðið 29 ára þann 4. apríl nk.
Þrátt fyrir þetta verður Ledger örugglega icon, helst minnst fyrir Brokeback Mountain og A Knights Tail. Það á ennþá eftir að frumsýna nýju Batman-myndina þar sem hann leikur Jókerinn og nýju Terry Gilliam-myndina um Dr. Parnassus. Veit reyndar ekki hvort tökum c lokið á henni.
Hann lifði hratt, strákurinn, enda brann hans kerti hratt upp.
"I'm not good at future planning. I don't plan at all. I don't know what I'm doing tomorrow. I don't have a day planner and I don't have a diary. I completely live in the now, not in the past, not in the future."
[Heath Ledger 1979-2008]
![]() |
Heath Ledger látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.1.2008 | 23:08
Jæja...
...Patriots komnir í SuperBowl. Þetta var samt frekar slakur leikur á móti Chargers - menn ekki að gera meira en þurfti til að vinna... Gaman að sjá til Kevin Faulke í leiknum. Ég hef alltaf haldið dáldið upp á hann en hann hefur staðið í skugganum á Randy Moss á þessu tímabili. Nú er bara að vona að Green Bay komist líka í Super Bowl... þó að Ninnó komist ekki í SB-partíið...
Held að það sé mús í stofunni. Eða snjótittlingur.
Keypti Cross-Trainer í dag. Svitnaði við að setja hann saman.
Fór til Þorlákshafnar. Varð sjóblautur.
Annars er ég bara rólegur...
*UPPFÆRT* Þetta var ekki mús eða snjótittlingur, heldur trjágrein á sliguðu tré sem strýkst við stofugluggann.
*UPPFÆRT 2* Það er gríðarlega skítkalt í Green Bay... [Þórmundur Bergsson að lýsa á Sýn]
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)