6.2.2007 | 20:50
Þetta...
...er frábært. Sérstaklega það að Rick Parry verður áfram framkvæmdastjóri. Hann hefur verið að gera virkilega góða hluti fyrir félagið á síðustu árum og nýtur mikillar virðingar innan þess. Oftar en ekki vilja svona kaupsýslumenn hræra of mikið í hlutunum, en þeir Gillett og Hicks ætla sér ekki að gera það - í bili að minnsta kosti. Bygging Stanley Park er nú tryggð og vonandi að þeir standi við orðróminn um að láta á annað hundrað milljónir í leikmannakaup - það væri frábært - amk á meðan peningunum er eytt af viti.
Þess má að lokum geta að ég ætla ekki á Anfield á þessu ári - ekki nema einhver bjóði mér. Fer ekki þangað næst fyrr en á meistaradeildarleik haustið 2008. Bara svo þið hafið það á hreinu.
Benítez og Parry áfram við stjórn hjá Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 11.2.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2007 | 21:37
Við...
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2007 | 21:35
Keyrði...
Mikið um umferðaróhöpp í Árnessýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 22:24
Ninnó...
...vinur minn (sem kommentar aldrei hér) er sauðfjárbóndi. Hann á tvær rollur sem hann notar á mismunandi hátt. Ef ég ætti kind þá myndi ég skýra hana Ástæðu. Það væri þá ærin Ástæða.
Stuð á næturvöktunum á Heilbrigðisstofnun Sarajevó? Góða helgi...
Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2007 | 11:52
Hversu...
Deep Purple og Uriah Heep halda tónleika saman í Laugardalshöll í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2007 | 20:34
Á...
Hörð aftanákeyrsla í Ölfusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2007 | 01:03
Tók...
...Bóví út úr tónlistarspilaranum og henti inn nokkrum snilldarlögum með Deep Purple og Uriah Heep. Heep komust aldrei þar sem Purple voru með hælana en báðar hljómsveitirnar spruttu upp á Bretlandseyjum í kringum 1968 og eru í fullu fjöri í dag, með annarri áhöfn að mestu leyti.
Á sama tíma á sjöunda og áttunda áratugnum voru tvö önnur bresk bönd í miklu stuði, Led Zeppelin og Black Sabbath... hvað var að koma út úr Ameríku á sama tíma? Var það bara Dylan og kántríið?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2007 | 23:28
Ómar...
HM: Íslenskt hugvit á bak við sigurmark Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 01:05
Grunar...
Slapp ómeiddur er bíll hafnaði í Ölfusá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2007 | 00:31
Dagarnir...
...eru frekar langir þessar vikurnar. Ég er svo ofsalega latur við að fara snemma að sofa. Sef kannski sex tíma, sem reyndar dugar mér alveg. Jay Leno sefur í fjóra tíma og segir að svefn sé tímasóun. Það er eitthvað til í því. Svo eru til menn eins og Addi Braga sem verða að ná sínum átta (jafnvel tíu) tímum. Ef þeir ná því ekki þá eiga þeir tímann inni næstu nótt. Þannig að ef ég sef sex tíma frá mánudegi til föstudags, þá á ég inni tíu svefntíma um helgina. Ekki tek ég þá á laugardegi, því þá vakna ég með Dýrleifu og Jóhanna sefur. Þar bætast við tímar... Á sunnudegi á ég þá kannski tólf tíma inni + átta tíma normal svefn. Það þýðir að ég þyrfti að sofa í tuttugu tíma á sunnudeginum til að jafna út innistæðuna.
Annars er ég í almennu stuði. Einhver náungi keyrði út í á hérna áðan. Sýndist á aðstæðum að hann hafi varla hagað akstri eftir aðstæðum því bíllinn sat góða tíu metra úti í ánni. Þetta hefur örugglega verið utanbæjarmaður, því hér kann fólk að passa sig á ánni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2007 | 20:56
Ökklameiðsli...
Neill frá keppni næstu vikurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 22:59
Þokkalega...
...ánægður með að fá Danina. Reyndar hefði mér verið sama hver mótherjinn verður á meðan það eru ekki Spánverjar. Ætli það verði ekki Þýskaland - Spánn í úrslitum?
Annars var ég að koma af hrikalega spennandi körfuboltaleik í Hveragerði áðan. Hamar er kominn í úrslitaleikinn í bikarkeppninni í körfu. Já, og reyndar eru Selfyssingar komnir þangað líka, en ég held að meirihluta þeirra sé slétt sama. Áfram Hamar!
Ólafur: Mætum brjálaðir til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2007 | 00:35
Rugl...
...er þetta? Maður vissi það fyrirfram að það yrði munur á kvöldinu í kvöld og síðasta undanúrslitakvöldi. Í kvöld voru fimm mjög frambærileg lög að mínu mati en í síðustu viku var eitt lag yfir meðallagi og það komst ekki einu sinni áfram. Lögin þrjú sem fóru áfram í kvöld áttu það öll skilið, en eftir sitja amk tvö lög sem hefðu flogið inn í úrslitin í síðustu viku. Sjáum hvað setur í næstu viku.
Annars langar mig bara til að óska Stebba Steindórs til hamingju með að vera kominn á úrslitakvöldið. Hann tók þarna mjög fínt gítarsóló í laginu hans Eika Hauks. Flottur Rocco.
Tveir Eurovisionfarar í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2007 | 19:49
Hver...
...er þessi Hörður? Í fjórum af sex efstu sætunum eru Bjarni Harðarson, Helga Harðardóttir, Eygló Harðardóttir og Lilja Harðardóttir. Helv*ti hefur kallinn verið öflugur...
Annars var ágætur punktur hjá Eygló Harðar í fréttunum um daginn. Kannski hefðu bara allir átt að sitja á sér fram yfir prófkjör og bíða eftir að fá úthlutað sæti...
Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2007 | 23:15
Svona...
...gaur sem hegðar sér svona í föstudags-síðdegisumferðinni á fjölfarnasta þjóðvegi landsins á auðvitað ekki að vera með bílpróf það sem eftir er. Reyndar stoppar prófleysi ekki svona menn. Það þarf róttækari aðferðir, hverjar sem þær eru. Aflimun kannski? Það væri skárra fyrir hann að missa handleggina frekar en að drepast úr töffarastælum.
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)