Kínverskir...

...íþróttafréttamenn eru algjörir snillingar. Ég horfði á leik Liverpool og Toulouse í tölvunni í kvöld í gegnum einhverja kínverska íþróttarás. Reyndar gat ég ekki horft stanslaust en hlustaði þess í stað á þulina. Að hlusta á óskiljanlega kínversku er jafnvel skárra en að þurfa að hlusta á Arnar Björnsson og félaga blaðra yfir leikjunum hérna heima.

Fyrir þá sem hyggjast horfa á Liverpoolleiki á kínversku í framtíðinni eru hér kínverskar þýðingar á nöfnum leikmanna:

Kútí = Kuyt
Krátsí = Crouch
Arbelonga = Arbeloa
Masísarano = Marcherano

Góðar stundir (ég er enn í bloggfríi)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þú kemur alltaf með svo leiðilegar bloggfærslur

Háma shan kútshí makarí...!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.8.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Josiha

Hahahaha... Gugga fyndin!

Josiha, 29.8.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

En gaman að sjá lífsmark hér. Verst hvað það er alltaf fótboltamál. Kanntekkert skemmtilegt drengur?

Helga R. Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hvernig er það Gummi er þetta ALVARLEG blogstífla, eða bara hin hreina LETI.

Eiríkur Harðarson, 29.8.2007 kl. 21:37

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Var "Hló sig máttvana" að lýsa leiknum?   Ha hahahaha... mikið grín mikið gaman..... hahahhahahaaaha

Segi samt eins og mamma þín kanntekkert skemmtilegt drengur.  Ég veit fyrir víst að það er meira í þig spunnið en eitthvert fótboltakjaftæði.  Og hana núh!!!   Já þar sem við erum orðin bæði bloggvinir og frændsystkyn þá geri ég bara kröfur núna sko. HA. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.8.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Rúnarsdóttir

Arnar Björnsson að lýsa fótbolta er samt ekki verri en Páll Benediktsson í beinni frá stórmóti í golfi ...

Rúnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Mótormynd

Róið ykkur niður! Leyfið drengnum að fá það bloggnæði sem hann þarfnast...

Mótormynd, 30.8.2007 kl. 00:11

8 identicon

Þeir spænsku eru líka nokkuð fjörugir... þeir tala útí eitt og taka helst ekki pásu til að anda! og ef þeir hafa ekkert að segja þá garga þeir bara eitthvað.  Ef t.d. markvörðurinn er að gefa boltann lengst útá völl þá garga þeir bara "OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO" á meðan boltin ferðast um völlinn :)

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband