Dýralæknirinn

Borgarar skjálfa og biðja af hita
en brúnin á Mathiesen er ekki hýr.
Hálærður maðurinn hlýtur að vita
að hreinræktuð króna er alls ekki dýr.
mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selur í fjörunni

beach_hut
Þessi selur líka í fjörunni, reyndar ekki á Grenivík.

mbl.is Selur í fjörunni á Grenivík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFSAKIÐ HLÉ

18a816cdc1260ad8a78e5e6db8354728

Hey...

...þetta er ég á myndinni!
mbl.is Bleik og svört spjöld í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk knattspyrna

Víðir sigraði Hamar 4-2 í 2. deildinni í dag. Einar Vilhjálmsson, Marko Blagojevic, Bojan Djordevic og Slavisa Mitic skoruðu fyrir Víði en Milan Djurovic og Boban Ristic skoruðu fyrir Hamar. Finnið eina villu í þessum texta.

IMG 0068spjald

Annars fórum við á Gróttu-Tindastól í dag þar sem Seltirningar unnu í jöfnum leik. Gvendur fékk spjald og sýndi dómaranum of marga putta í kjölfarið.

mbl.is Stjarnan skein skært gegn Ólsurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hann að spóla?

1254km


mbl.is Mikill erill á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum...

...er ég að velta ýmsu fyrir mér. Hvaða gagn gera t.d. gagnaugu?

Ég...

ljosapera...spurði Dýrleifu áðan hvort við ættum að fara inn í eldhús að skipta um peru. "Já," sagði hún og sótti peru inn í ísskáp.

Og hvað er málið með bartana á Hauki Hólm? Tapaði hann veðmáli?

Kannski...

...er þessi skyldleiki ástæðan fyrir því hvað ég er með langa fætur...

 Skíði   
   1490  
Guðmundur Skíðason 1515 - 1591
Benedikt Guðmundsson1545 - 1590
Halldóra Benediktsdóttir1575
Árni Árnason1610
Árni Árnason1645
Þorgerður Árnadóttir1684 - 1758
Jón Ásmundsson 1726 - 1807
Ásmundur Jónsson1750 - 1799
Tómas Ásmundsson 1793 - 1855
Hallgrímur Tómasson 1822 - 1899
Tómas Hallgrímsson 1847 - 1901
Hallgrímur Tómasson 1877 - 1932
Einar Örn Hallgrímsson1922 - 1986
Helga Ragnheiður Einarsdóttir 1944
Guðmundur Karl Sigurdórsson1976

Heimild Íslendingabók

Svo er hér mynd af langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langaafa mínum:


Sandvíkurtjaldurinn...

...var að lenda. Hann segist vera hissa að sjá hús úti á túni.

*UPPFÆRT* Var að fletta gömlum færslum. Í fyrra lenti hann 30. mars kl. 0:06. Hann er s.s. rúmri viku seinna á ferðinni núna. Hvað finnst þér um það, Jakob?

Það...

...var frábær stemmning á körfuboltaleiknum í Iðu í gærkvöldi. Ég segi það og skrifa að þessi leikur var hápunkturinn í íþróttasögu Selfossbæjar. Það voru um þúsund manns í Iðu (rokkar frá 1005 upp í 1200 eftir því hver talar) og allt gjörsamlega brjálað.

Þetta myndband talar sínu máli:
(Ef myndbandið prentast vel má sjá mig í vinnunni)



Aðeins betra :) - Til hamingju Brynjar og strákar!
mbl.is FSu í úrvalsdeildina í körfu karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér...

null...líður ögn skár, nú þegar ég hef skilað skattframtalinu. Ekki að það hafi verið hausverkur, heldur er þetta alltaf eitthvað sem ég humma fram yfir almennan skilafrest. Það sló reyndar á vellíðunartilfinninguna að skoða bráðabirgðaútreikninginn...

Annars eru mörg fleiri verkefni á borðinu þessa vikuna sem hafa beðið lengi. Þau þurfa að frestast fram yfir hádegi á miðvikudag þegar ég hef skilað af mér snepli vikunnar.

Sigurgleði LaugdælaAnnars langar mig bara að óska Laugdælum og Hrunamönnum til hamingju með sína sigra. Bæði lið komin upp í 1. deild í körfubolta. Það var gríðarleg stemmning á Laugarvatni í kvöld og stuðningsmenn Laugdæla svo sannarlega sjötti maðurinn. Það verður erfitt fyrir mann að velja sér uppáhalds lið í 1. deildinni á næsta ári því ég tengist liðunum ýmsum böndum. Í flestum þeirra á ég vini og kunningja. Nú er spurning hvað FSu gerir, það er vonandi að þeir klári Val. Ananars verða fimm sunnlensk lið í 1. deildinni á næsta ári.

Á næsta ári held ég auðvitað með __________ .  Þarf stöðu minnar vegna að gæta hlutleysis.


Myndband...

...vikunnar er úr smiðju Toto. En af hverju?


Við...

...Jóhanna fórum á frumsýningu á "Til sölu" hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld. Þetta var besta skemmtun og eins og venjulega var meiri hiti á sviðinu en í salnum. Hvenær ætla menn að hætta að grínast með þessa perlu sem salurinn er og ganga almennilega frá honum. Það er reyndar búið að eyðileggja turninn á sviðinu með einhverju gólfi á 2. hæð, þannig að það er ekki hægt að lyfta leiktjöldum upp af sviðinu. Vanhugsað...

En farið og sjáið þetta stykki.


Ekki...

...er farið að snjóa aftur?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband